Hugur - 01.01.1996, Page 110

Hugur - 01.01.1996, Page 110
108 Ritdómar samkvæmt eðli sínu.“ „Nei.“ „Ég veit það ekki.“ „Ég skil hvað þú ert að fara.“ ,Ég held að ég vilji ekki heyra meira af þessu tagi.“^ Soffía er greinilega í hlutverki hlustandans, það hlutverk er að vísu stórlega vanmetið í samskiptum manna, en heimspekilegar samræður krefjast þess að unnið sé með skoðanir og rök, að þau séu sett fram, vegin og metin. Slíkt gerist ekki hjá Alberto og Soffíu, hún velgir honum aldrei undir uggum^ Fræðslumóðan rennur fram í einræðu kennarans og innlegg Soffíu er einungis til marks um að hún hlusti og fylgist með. I sögum sínum leitast Lipman, svo enn sé gerður samanburður við hann, að draga upp myndir af hugsandi bömum og unglingum sem skiptast á skoðunum og rökum. Samtöl í sögum hans em oft óekta, söguhetjumar em svo miklir pælarar að þau virka sem furðufuglar á lesendur - engu að síður er meginhlutverk samtalanna að vera lesendum fyrirmynd í skoðanaskiptum og til þess duga þau. Samtöl Alberto og Soffíu eru óekta fyrir hið gagnstæða, þar skortir iðulega allar pælingar. Hughyggja Berkeleys er vendipunktur í sögunni. í anda hennar er skipt um söguhetju, Hilda tekur við af Soffíu og á daginn kemur að Soffía er einungis persóna í hugarheimi Hildu. Að baki öllu sjónarspilinu stendur faðir Hildu, en heimspekinámskeiðið er afmælisgjöf hans til dóttur sinnar. í næstu köflum (281-416) er fjallað um upplýsinguna, Kant, rómantíkina, Hegel, Kirkegaard, Marx, Darwin, og Freud. Þessi hluti er nær eingöngu feitletraður en nú er fræðslan í því forminu að Hilda les samtöl Alberto og hlustandans Soffíu. Síðasti heimspekikaflinn ber yfirskriftina „Nútíminn" - þar er nær eingöngu fjallað um tilvistarstefnu Sartres. Á síðustu 40 síðunum em lausir endar skáldsögunnar hnýttir saman í tveimur köflum. ^ Þessi svör koma fram á síðum 234—235 og sá staður var valinn af handahófi. Svör af svipuðu tagi em ekki ný af nálinni: „Já, víst er það.“ „Nei, engu öðm.“ „Því er fjarri." „Alls ekki!“ „Ég held að sannur heimspekingur virði þá að vettugi." „Já, það held ég.“ „Það blasir við.“ „Það er deginum ljósara." „Já, meira en svo.“ Hér er gripið af handahófi niður í Faídón 64—65 og er þetta hluti svara Simmíasar er þeir Sókrates rökræða dauðann. ^ Arthúr Björgvin Bollason heimsótti Heimspekiskólann í Litrófsþætti sínum í október 1991. Þar sagði einn nemandi skólans eitthvað á þá leið að höfuðkostur skólans væri sá að þar mætti mótmæla kennaranum og það væri alltaf hægt að finna eitthvað á móti því sem hann segði. Ég tek iðulega fram við nemendur mína að engin trygging sé fyrir því að ég segi ætíð satt, að þeir eigi að mótmæla þegar þeir eru ekki sammála mér eða öðrum í hópnum. Þeir verði að passa sig á því að stundum bulli ég tóma vitleysu. Sem heimspekikennarar eigum við Alberto þetta ekki sameiginlegt, Alberto bullar aldrei.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.