Hugur - 01.01.1996, Síða 111

Hugur - 01.01.1996, Síða 111
Ritdómar 109 Kennslubókin feitletraða f Veröld Soffíu vegur mun þyngra en skáldsagan. Það sem hún hefur umfram aðrar kennslubækur er stuðningur skáldsögunnar sem umlykur hana. Kennslubókin hefur einnig sitt samhengi, farið er í hlutina í réttri tímaröð og eitt spunnið við annað. Skáldsagan er ágætlega gerð og sinnir sínu hlutverki: að halda lesandanum við efnið og að hvetja hann til að lesa lengra. Myndin, sem dregin er upp af sögu heimspekinnar, er harla hefðbundin og einföld. Helst er brugðið út af hefðinni með því að nefna konur til sögunnar, en sem alkunna er koma konur og böm ekki við sögu heimspekinnar. Hér eru Hildegaard frá Bingen (1098-1179) og Marie Olympe Gouges (1748-93) nefndar til sögunnar, auk Simone de Beauvoir, samtals er þeirra getið á 6 síðum. Þá má nefna að sá sem öllu veldur, faðir Hildu, vinnur á vegum Sameinuðu þjóðanna við friðargæslu og fmna má að Gaarder hefur samkennd með hugsjónum þeirrar stofnunar. Veröld Sofftu er mikill doðrantur, næstum 500 síður. Ekki varð vart við nokkra hnökra í þýðingu Aðalheiðar Steingrímsdóttur og Þrastar As- mundssonar. Ólíkt skáldsögum - en lfkt kennslubókum - fylgir henni atriðisorðaskrá. Samkvæmt lauslegri talningu má finna þar yfir 130 nöfn merkra karlmanna (auk þriggja kvenna), þar af eru u.þ.b. 50 heim- spekingar. Þar sem söguefnið er 2600 ára saga heimspekinnar fer ekki hjá því að tæpt er á hlutunum og er efhismeðferð víða harla yfirborðskennd, samkvæmt atriðisorðaskrá er t.d. minnst á efahyggju á þremur stöðum, einu sinni á þekkingarfræði, fjallað er um rökfræði Aristótelesar á tveimur blaðsíðum í samfelldu máli og minnst á hana á þremur öðrum stöðum. Fetta má fingur út í áherslur, nákvæmni og túlkunaratriði, það er t.d. einungis þrisvar sinnum minnst á Rousseau og þá í framhjáhlaupi. Frumherjar pragmatismans, Peirce, James, Dewey og Mead, komast ekki á blað, þó voru þeir allir fæddir á síðustu öld. Aðalsmerki hefðbundinna kennslubóka er skýr framsetning og skipu- leg uppbygging. Kennslubókarhlutinn er vissulega skýr og skipulegur, textinn er víða mjög myndrænn en bókin er án skýringarmynda og korta. Þó skáldsöguhlutinn sé ekki mjög burðugur, má samt ætla að hann eigi stóran þátt í velgengni verksins. Bókin er sérstaklega skrifuð fyrir unglinga en hún hentar einnig almennum lesendum, sem vilja kynna sér sögu heimspekinnar. Hins vegar er hætt við að lesendur, sem þegar eru vel að sér í heimspeki eða menningarsögu, finni til þess að í söguna skortir öll innri átök á milli ólíkra hugmynda og afstöðu. Skorturinn á heimspekilegum átökum og úrvinnslu er meginveikleiki þessarar sögu. Gaarder byrjar í ráðgátuanda Sókratesar, hann kryddar söguna með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.