Hugur - 01.01.1996, Page 122

Hugur - 01.01.1996, Page 122
120 Ritdómar síður það sem þeim ber að gera. Hér stangast því á siðadómar bæði í gagnrýni og túlkun. Kaflinn um John Locke er það sem kalla má samúðarfullur. Hannes velur þann kostinn að túlka hann sögulega, þ.e. með hliðsjón af því umhverfi sem kenning hans spratt upp úr. Það er skynsamlegt, bæði í ljósi þess sem hann segir og gengur augljóslega í berhögg við það sem okkur finnst um lýðræðið í dag, og ekki síður hitt, sem Locke leiddi hjá sér. Eins og fram kemur í umfjöllun Hannesar, þá er margra kosta völ við túlkunina og hún gefur ærin tilefni til vangaveltna um þau efni sem mestu skipta í okkar samfélagi. Hannesi verður tíðrætt um greinarmun frelsisréttinda og félagslegra réttinda sem sáttmálakenning Lockes kann að fela í sér (og heldur sú umræða áfram í síðasta kafla bókarinnar). Hannesi er, eins og öllum frjálsyndum stjórnspekingum, mikið í mun að sýna fram á fortakslausan forgang frelsisréttinda gagnvart félagslegum réttindum. En það er eins og hann neiti að horfast í augu við megin röksemdir félags- hyggjumanna, sem einmitt má sækja í kenningar líkar Lockes: Menn geta tæplega notið fullra réttinda í ríki náttúrunnar, þar sem stigamenn kunna að vera einhvers staðar í felum og allt er undirorpið óvissu og öryggisleysi. (126) Nákvæmlega sambærilega röksemd setja menn oft fram þar sem „ríki náttúrunar" er breytt í „markaðssamfélag“. Óvissa og takmörkuð þekking er einmitt drifkraftur markaðskerfisins og um leið hvati allrar félagshyggju. Hvort sjálfsprottin félagshyggja er síðan betri en sú sem kemst á með tilstuðlan miðstýrðs vald, hlýtur síðan að velta á viðhorfi manna til forgangs frelsisreglunnar eða jöfnuðarreglunnar. Um það höfðu þeir Karl Marx og John Stuart Mill gjörólíkar skoðanir. Það er líklega tímanna tákn að kaflinn um Karl Marx er stysti kafli bókarinnar, þótt ekki muni svo sem miklu. En hvað er hægt að segja um þessa kenningu árið 1994? Að hún hafi verið röng og sagan hafi loks sannað það svo um muni með falli Berlínarmúrsins og heildarskipulagi kommúnismans? Auðvitað er það rétt - og sjálfsagt að benda á það, en það virðist einhvern veginn of grunnt til að skipta raunverulega máli fyrir stjómmálaheimspeki okkar daga. Það eru harla gömul tíðindi að spádómar Marx um markaðskerfi kapítalismans hafa ekki ræst. Ákafi Hannesar við að finna einhveija sem voru heldur seinir á sér að viðurkenna þessi sannindi, og einfeldningsleg gleði yfir því að þeir hafi haft rangt fyrir sér minnir svolítð á bam sem ekki er enn búið að læra að vinna í spilum: Það hlakkar í því og fer fram á viðurkenningu, löngu eftir að allir aðrir eru búnir að gleyma spilinu. Kannski hefur Hannes sér þó meira til málsbóta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.