Hugur - 01.01.1996, Page 127
Skýrslur stjómar
125
fyrirlestur sem Þorsteinn Gylfason hélt og heitir „Gildi, boð og
ástæður“. Þema þessa árs er eins og áður segir gervigreind og er að
finna þýðingar á greinum Alans M. Turins, „Reikniverk og
vitsmunir“ og Johns R. Searles, „Hugur, heili og forrit“. Báðar þessar
greinar eru geysilega mikilvægar í sögu gervigreindarfræðanna og því
mikill fengur að fá þær á íslensku. Þá er að nefna fyrirlestur Atla,
„Vélmenni“ og greinar eftir þá Jörgen Pind, „Efnisleg táknkerfi“ og
Mikael M. Karlsson, „Hugsum við með heilanum?“
1. mars sigldi hópur manna út í Viðey á vegum félagsins og
hlutstaði á fjóra fyrirlestra. Þeir voru: Skúli Pálsson, sem talaði um
það að „sjá eitthvað sem eitthavð“, Amór Hannibalsson, sem fjallaði
um Roman Ingarden og verufræði, Stefán Erlendsson sem ræddi um
samræðusiöfræði Habermas og loks Þorsteinn Gylfason sem talaði
um Elizabeth Anscombe og raunar margt fleira einnig. Þótti þetta
takast með ágætum og verður vonandi framhald á. Lexían af þessari
tilraun var sú að gefa þurfi meiri tíma til umræðna en mögulegt var í
þetta skiptið.
10. apríl hélt Stefán Snævarr sem alllengi hefur verið starfandi í
Noregi fyrirlestur sem hét „Sannleikurinn og suttungsmjöður“.
Síðasti fyrirlestur vetrarins var síðan fluttur 13 maí af Jóni
Kalmanssyni sem talaði um „Verðleikahugtakið hjá John Rawls og
fleiri fijálslyndum heimspekingum.“ Að fyrirlestri loknum var haldinn
aðalfundur í Félagi áhugamana um heimspeki, þar sem stjórn
félagsins gerði grein fyrir reikningum og verkum sínum.
Ágúst H. Ingþórsson