Hugur - 01.01.1997, Page 20
18
Stefán Snœvarr
HUGUR
kunnað (haft „know-how“ um) móðurmál sitt án þess að vita neitt um
það, þá þekkingu hefur málfræðingurinn. Palmer vill bæta við þriðja
flokknum, „knowing what,“ þess að vita hvað eitthvað er.22 Köllum
„knowing what“ „hvaðvit“ í skorti á öðru betra. Við getum vitað sitt
lítið af hverju um þunglyndi, t.d. það að þunglyndi leiðir oft til
sjálfsmorðs, en til þess að vita hvað það er verðum við helst að hafa
reynslu af því og geta endurupplifað það. Að öðrum kosti verðum við
að geta gert okkur í hugarlund hvernig það er að vera þunglyndur. Við
verðum sem sagt að geta lifað okkur inn í ástand hins þunglynda. Sá
sem stundar fræðilega eðlisfræði þarf aftur á móti ekki að hafa reynslu
af þeim fyrirbærum sem hann rannsakar. Hann lætur tilrauna-
eðlisfræðinginn um skítverkin en sá síðastnefndi þarf alls ekki að geta
endurupplifað skynreynslu sína til að standa sína plikt. Hér hef ég
reynt að vinna úr kenningum Palmers en það liggur röklega byggt inn
í hugmyndir hans að ekki sé greinarmunur á staðhæfingaþekkingu
(„knowing that“) og hvaðviti („knowing what“) í eðlisfræði. Viti ég
um orkuna að hún er massinn sinnum ljóshraðinn í öðru veldi veit ég
nokkum veginn það sem ég þarf að vita um fyrirbærið. Þekking mín
á orkunni er í formi staðhæfinga. En þunglyndi verður ekki lýst með
orðum svo viðunandi sé, segir Palmer. Samt er hún ekki ótjáanleg en
tjáningin krefst ímyndunarafls og innlifunarhæfni og þá erum við
komin á slóðir Braga. Staðhæfingaþekking hefur formið „að vita að
5“ og viðfang hennar er sönn staðhæfing, táknuð með S. „Orka er
massinn sinnum ljóshraðinn í öðm veldi“ er ein slík staðhæfing. Sé
hins vegar fyrirbærið sem við teljum okkur vita eitthvað um ekki
efnishlutur þá er viðfang okkar reynsla, ekki staðhæfing. Dæmi um
slíka reynslu er reynsla af þunglyndi. Shakespeare hefði ekki getað
skrifað Hamlet og við ekki skilið stykkið ef hann og við hefðum ekki
haft einhvem möguleika á því að þekkja þunglyndi, sjá veröldina með
augum þunglynds manns.23 Það er sem sagt reynslan af þunglyndinu
eða hæfnin til að gera sér hana í hugarlund sem er viðfangið. Fagur-
bókmenntirnar róa því á mið hvaðvits, ekki staðhæfingaþekkingar.
Og litla skarpskyggni þarf til að sjá að forsenda þess að öðlast
22 Palmer: Literature and Moral Understanding (Oxford 1988), bls 205-206.
23 Putnam er á svipuðu róli er hann segir að skáldsaga Louis-Ferdinand Céline,
Ferðin til nceturloka, geti hjálpað okkur að sjá veröldina með augum manns sem
telur ástina blekkingu og mannskepnuna illa innrætta. Putnam (1978), bls. 87.