Hugur - 01.01.1997, Síða 20

Hugur - 01.01.1997, Síða 20
18 Stefán Snœvarr HUGUR kunnað (haft „know-how“ um) móðurmál sitt án þess að vita neitt um það, þá þekkingu hefur málfræðingurinn. Palmer vill bæta við þriðja flokknum, „knowing what,“ þess að vita hvað eitthvað er.22 Köllum „knowing what“ „hvaðvit“ í skorti á öðru betra. Við getum vitað sitt lítið af hverju um þunglyndi, t.d. það að þunglyndi leiðir oft til sjálfsmorðs, en til þess að vita hvað það er verðum við helst að hafa reynslu af því og geta endurupplifað það. Að öðrum kosti verðum við að geta gert okkur í hugarlund hvernig það er að vera þunglyndur. Við verðum sem sagt að geta lifað okkur inn í ástand hins þunglynda. Sá sem stundar fræðilega eðlisfræði þarf aftur á móti ekki að hafa reynslu af þeim fyrirbærum sem hann rannsakar. Hann lætur tilrauna- eðlisfræðinginn um skítverkin en sá síðastnefndi þarf alls ekki að geta endurupplifað skynreynslu sína til að standa sína plikt. Hér hef ég reynt að vinna úr kenningum Palmers en það liggur röklega byggt inn í hugmyndir hans að ekki sé greinarmunur á staðhæfingaþekkingu („knowing that“) og hvaðviti („knowing what“) í eðlisfræði. Viti ég um orkuna að hún er massinn sinnum ljóshraðinn í öðru veldi veit ég nokkum veginn það sem ég þarf að vita um fyrirbærið. Þekking mín á orkunni er í formi staðhæfinga. En þunglyndi verður ekki lýst með orðum svo viðunandi sé, segir Palmer. Samt er hún ekki ótjáanleg en tjáningin krefst ímyndunarafls og innlifunarhæfni og þá erum við komin á slóðir Braga. Staðhæfingaþekking hefur formið „að vita að 5“ og viðfang hennar er sönn staðhæfing, táknuð með S. „Orka er massinn sinnum ljóshraðinn í öðm veldi“ er ein slík staðhæfing. Sé hins vegar fyrirbærið sem við teljum okkur vita eitthvað um ekki efnishlutur þá er viðfang okkar reynsla, ekki staðhæfing. Dæmi um slíka reynslu er reynsla af þunglyndi. Shakespeare hefði ekki getað skrifað Hamlet og við ekki skilið stykkið ef hann og við hefðum ekki haft einhvem möguleika á því að þekkja þunglyndi, sjá veröldina með augum þunglynds manns.23 Það er sem sagt reynslan af þunglyndinu eða hæfnin til að gera sér hana í hugarlund sem er viðfangið. Fagur- bókmenntirnar róa því á mið hvaðvits, ekki staðhæfingaþekkingar. Og litla skarpskyggni þarf til að sjá að forsenda þess að öðlast 22 Palmer: Literature and Moral Understanding (Oxford 1988), bls 205-206. 23 Putnam er á svipuðu róli er hann segir að skáldsaga Louis-Ferdinand Céline, Ferðin til nceturloka, geti hjálpað okkur að sjá veröldina með augum manns sem telur ástina blekkingu og mannskepnuna illa innrætta. Putnam (1978), bls. 87.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.