Hugur - 01.01.1997, Side 21

Hugur - 01.01.1997, Side 21
HUGUR Sannleikur og suttungamjöður 19 fyrrnefndu þekkinguna er hæfni til innlifunar, samanber það sem ég sagði í upphafi máls míns um innlifun sem tæki til að öðlast skáldlega visku. Palmer notar hvergi orðasambandið „þögul þekking" í rökfærslu sinni en ljóst er að við erum á svipuðu róli. Hann vísar til kenninga Wittgensteins um muninn á því að segja og sýna og staðhæfir að skáldskapurinn sýni en segi ekki beinum orðum. Sú þekking sem aðeins er hægt að sýna, ekki segja frá, hlýtur að vera þögul þekking. Ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma en sný mér aftur að kenn- ingum Wittgensteins um tilfinningar. Heimspekingurinn austurríski segir að það sé ekki tilviljun að við erum yfirleitt sáttari um rétta beitingu lita- en kenndahugtaka. Vissulegu lærum við að beita báðum gerðum hugtaka með sama hætti, þ.e. með aðstoð handfastra dæma. Vandinn er sá að dæmin eru miklu flóknari og margþættari þegar tilfinningar eru annars vegar. Hugsum okkur að við sjáum mann sem nýr höndum saman í sífellu og hefur flöktandi augnaráð þegar fólk er til staðar. Við höfum góða og gilda ástæðu til að ætla að tilfinningar mannsins valdi þessari hegðan. En við verðum að þekkja aðstæðumar til að geta ráðið í þessar rúnir, skilið hegðun mannsins. Hafi viðkomandi verið tekinn fyrir búðahnupl gæti órói hans stafað af ótta við afleiðingarnar. Sé kona til staðar sem hann þráir án þess að fá gæti óróinn stafað af ástarsorg. Svo kvað Ólöf frá Hlöðum: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð.24 Aðeins með því að þekkja kringumstæður þess grátbólgna getum við gert okkur vonir um að vita hvort tárin em gleðitár eða sorgar. Aðeins með því að skilja flókinn samleik svipbrigða, látæðis og ytri að- stæðna læra menn rétta beitingu tilfinningahugtaka. Þessi flókni sam- leikur verður ekki gripinn í formúlum. Við verðum að beita þumal- fingursreglum sem við lærum af reynslunni einni saman. Er við setjum fram staðhæfingar um tilfinningar sjálfra okkar og annarra erum við eins og dómarar sem dæma eftir dómhelguðum fordæmum, ekki laganna bókstaf. í réttarkerfi sem byggir á dómhelgi fremur en 24 T.d. í Ferskeytlunni (Reykjavík 1993), bls. 30.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.