Hugur - 01.01.1997, Qupperneq 25

Hugur - 01.01.1997, Qupperneq 25
HUGUR Sarmleikur og suttungamjöður 23 opnað augu okkar fyrir leyndardómum hennar. Auk þessa er sá möguleiki fyrir hendi að lífið sé skáldlegt. Gunnar lesni í skáldsögu Vésteins Lúðvíkssonar Gunnar og Kjartan sagði að lífið væri raunverulegra í skáldskap en í veruleikanum og hafði talsvert til síns máls. Því hefur oft verið haldið fram að líf okkar sé eins og frásaga. Makbeð Shakespeares segir um lífið að það sé „a tale told by an idiot full of sound and fury, signifying nothing.“29 Landi Makbeðs, skoski heimspekingurinn Alasdair Maclntyre, rökstyður þá hugmynd að sjálf okkar sé sagnakyns. Hann segir að eining sjálfsins sé eining frásögu sem tengir fæðingu og dauða manna eins og frásaga tengir byrjun við endi. Þessari staðhæfingu til stuðnings segir Maclntyre að aðeins sé hægt að skilja athafnir okkar ef við staðsetjum þær í frásögum. Hugsum okkur að við stöndum á strætisvagnabiðstöð og til okkar komi maður sem segir stundarhátt við mig „latneska nafnið á villiönd er Histronicus histronicus histronicus.“ Ég á sjálfsagt í fullu fangi með að skilja hvað manninum gekk til með þessu. Ef til vill er skýringin sú að hann heldur að ég sé maður sem hann hitti í gær á bókasafninu og spurði hann hvort hann vissi hvað villiendur hétu á latínu. Við getum hugsað okkur að hann hafi ekki munað það þá, en skyndilega komið svarið í hug er hann stóð á biðstöðinni. Við getum líka hugsað okkur að hann sé njósnari sem haldi að ég sé maður sem hann eigi að gefa skilaboð í dulmálsformi. Hvemig sem allt veltur verðum við að þekkja sögu hans til að skilja athöfnina.30 29 William Shakespeare: Macbeth, t.d. í The Complete Works of William Shakespeare (London 1990), bls. 939. 20 Alasdair Maclntyre: After Virtue (London 1981), bls. 204-218. Maclntyre segir að við getum með góðum árangri beitt hugtökum bókmenntagreina til að lýsa samræðum. Segja má um tiltekið samtal að það hafi einkennst af harmrænum mis- skilningi eða verið skoplegt. Samræður eru að mati Maclntyres meðal stoða mannlífsins. Við værum ekki menn ef við gætum ekki rætt málin. Og hafi samræð- umar bókmenntalegar hliðar þá styrkir sú staðreynd tilgátuna um að líf vort sé skáldlegt. Meinið er að Maclntyre sýnir ekki fram á að skáldleikinn sé röklega byggður inn í samræðuhugtakið né heldur að samræðan sé burðarás mannlífsins. Verðum við t.d. að beita hugtökum bókmenntagreina til að skilja hvað vísindaleg rökræða er? Geta má þess að þýsku heimspekingamir Jiirgen Habermas og Karl- Otto Apel skipa samræðunni í öndvegi kennikerfis síns. Þeir segja hana vera for- sendu þekkingar og siðferðis, hafa forskilvitlega stöðu. Karl-Otto Apel: Trans- formation der Philosophie, Band I-II (Frankfurt 1973); og J. Habermas: Theorie des Kommunikativen Handelns, Band I-II (Frankfurt 1981). Ég ræði kenningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.