Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 46

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 46
44 Vilhjálmur Árnason HUGUR stefna, sem svo er nefnd vegna þess að hún vill endurvekja áherzluna á mannkostina sem grundvöll siðferðis, og sú síðari er samfélags- hyggja, en hún saknar umræðu um þau lífsgildi sem gefa lífi okkar inntak og merkingu. Dygðastefnumenn hafa í raun lagt lítið annað til málanna en að ítreka hugmyndir Aristótelesar um velfamað og dygðimar sem em for- sendur hans. Þetta kemur berlega fram í grein eftir Rosalind Hurst- house og hún nefnir einmitt „Dygðastefnu nútímans.“ Þar hamrar hún á þeirri hugsun að „sem mannvemr höfum við frá náttúmnnar hendi ákveðnar tilfinningar og tilhneigingar þannig að, fyrir nakta staðreynd, getum við aðeins blómstrað með því að þroska þau persónueinkenni sem kölluð eru dygðirnar.“16Líkt og mörgum öðrum dygðastefnu- mönnum er Rosalind sérstaklega uppsigað við allt tal um siðalögmál sem hún setur í skarpa andstöðu við þátt mannkosta í siðferðinu.17 En með þessari afstöðu sést dygðafræðingum sem kenna sig við Aristóteles yfir mikilvægt atriði sem taka verður með í reikninginn í siðferðisveruleika samtímans. Aristóteles lagði mikla áherzlu á sið- vitið (frónesis) sem er vitræn dygð og verður að meta það í aðstæð- unum hverju sinni hvað er við hæfi að gera. Siðvitið er jafnan upp- lýst af viðurkenndum hugmyndum um rétt og rangt. í siðferðilegum veruleika samtímans, samfélagi frjálslyndis og mannréttinda, er sið- vitið óhjákvæmilega upplýst af almennum siðalögmálum sem dygð- irnar gera okkur kleift að beita í einstökum aðstæðum. Það er því rangt að draga upp skarpa andstæðu á milli almennra lögmála og aðstæðubundinnar dómgreindar. Við verðum til dæmis að hafa al- mennar hugmyndir um hvaða kröfur eru réttmætar til þess að verja sjálfsvirðingu okkar og mannhelgi. Þegar lögmálum er rétt beitt hindra þau ekki umhugsun um einstakar aðstæður, heldur lýsa þær upp og auðvelda okkur að sjá það sem máli skiptir. Siðferðileg lög- mál án næmis fyrir aðstæðum eru innantóm, en siðferðilegt innsæi án skilnings á almennum siðalögmálum er blint. 16 Heimspeki á tuttugustu öld, ritstj. Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (Reykjavík: Heimskringla 1994), s. 279. Sjá einnig grein eftir Herbert Schnádel- bach, „Was ist Neo-Aristotelismus?“, Moralitat und Sittlichkeit, ritstj. Wolfgang Kuhlmann (Frankfurt: Suhrkamp 1986). 17 Þetta viðhorf kemur jafnvel enn skýrar fram hjá Elizabeth Anscombe í grein hennar „Siðfræði nútímans“ í Heimspeki á tuttugustu öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.