Hugur - 01.01.1997, Page 47

Hugur - 01.01.1997, Page 47
HUGUR Leikreglur og lífsgildi 45 Önnur og sennilega alvarlegri gagnrýni á dygðastefnu samtímans er sú hugmynd sem henni jafnan fylgir að það sé hlutverk siðfræðinnnar að greina hvað í því felst að lifa vel og ná að blómstra sem mann- eskja. Með þessu er ég í sjálfu sér ekki að neita því að slík greining sé möguleg, en ég tel það ekki vera hlutverk siðfræðinnar að boða algildar hugmyndir um inntak hins góða lífs. Þar með er leitazt við að alhæfa um lífsgildi á kostnað leikreglna sem er ætlað að tryggja að fólk geti mótað eigið gildismat. Slíkt vinnulag býður bæði hvimleiðu kennivaldi og varasamri forræðishyggju heim. Það er í verkahring sið- fræðinnar að lýsa skilyrðum þess að öllum manneskjum sé gert kleift að lifa samkvæmt sínum eigin hugmyndum um farsælt líf og sé það tilfellið að allar manneskjur séu jafnlíkar og aristótelingar telja þá mun framhaldið einfaldlega koma af sjálfu sér. Samfélagssinnar hamra að nokkru leyti sama jám og dygðastefnu- menn. Þeirra gagnrýni er sprottin af því sem þeir kalla einstaklings- hyggju á kostnað samfélagsvitundar í frjálslyndum fjölhyggjusamfél- ögum. Ráðið sem þeir benda á til lausnar þessum vanda er að efla sameiginleg gildi og styrkja verðmætaskyn fólks.18 Kristján Kristjánsson talar í þessum anda þegar hann skrifar í grein sinni „Að kenna dygð“: „Heimilin í íslenzku samfélagi eru ekki lengur sá vermi- reitur siðlegs uppeldis sem þau voru fyrrum [...] framan í þá staðreynd verður að horfa að böm em yfirleitt ekki lengur uppfrædd skipulega við ömmu- eða móðurkné í guðsótta og góðum siðum. Við getum ekki lengur reitt okkur á siðmennt baðstofunnar.“19 (í Ijósi þessara orða Kristjáns er gaman að geta þess að kollegar mínir hafa stungið upp á orðinu „sveitahyggja“ í stað samfélagshyggju fyrir þessa afstöðu.) Til að bæta úr þessu upplausnarástandi í siðferðisefnum, viðmiðunarleysinu og verðmætabrenglinu, vilja samfélagssinnar, til dæmis, að ríkisvaldið tryggi ekki bara sanngjarnar leikreglur heldur efli skipulega sönn lífsgildi með því að styrkja þær stofnanir sem búa í haginn fyrir gott mannlíf.20 18 Sbr. Sigríði Þorgeirsdóttur, „Frelsi, samfélag og fjölskylda," Hugur 6 (Félag áhugamanna um heimspeki 1993-94), s. 35. 19 Eríndi siðfrœdinnar, ritstj. Róbert H. Haraldsson (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði 1993), s. 27. 20 Michael Sandel boðar til dæmis í ritum sínum „the politics of the common good,“ sbr. t.d. grein hans „Morality and the Liberal Ideal,“ New Republic 1984, s. 15- 17.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.