Hugur - 01.01.1997, Page 55

Hugur - 01.01.1997, Page 55
HUGUR Samrœðusiðfrœdi Jiirgens Habermas 53 Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér á þessum blöðum er að gera almennt grein fyrir samræðusiðfræði Habermas.8 Þessi umfjöllun er í aðalatriðum sem hér segir: Fyrst set ég samræðusiðfræðina í samhengi við kenninguna um samskiptabreytni (og kenninguna um notkun tungumáls í samskiptum) sem liggja henni til grundvallar (1); þá lýsi ég helstu einkennum samræðusiðfræðinnar með samanburði við siðfræði Kants (2); síðan ræði ég réttlætingu Habermas á alhæfingarlögmálinu (3); loks drep ég á nokkra meginkosti samræðusiðfræðinnar með hliðsjón af gagnrýni Hegels á siðfræði Kants (4); og að síðustu kem ég inn á nokkur vandamál í tengslum við kenninguna (5). (1) Hugmyndin um samskiptabreytni er þungamiðjan í nýjustu útfærslum Habermas á gagnrýninni þjóðfélagskenningu. Habermas lítur svo á að þegar þessi hugmynd hefur verið sett fram með trúverðugum hætti megi útskýra hana og rökstyðja frekar með hjálp kenningar um notkun tungumáls í samskiptum.9 Hér verður almenn lýsing á sjálfri grunn- hugmyndinni að nægja og annað látið liggja á milli hluta. Samskipta- breytni er, eins og fyrr segir, sú tegund félagslegra athafna sem miða að gagnkvæmum skilningi eða samkomulagi. Um er að ræða sam- skipti tveggja eða fleiri þátttakenda sem leitast við að samhæfa athafn- ir sínar á grundvelli samkomulags sem þeir gera sín í milli eða ganga út frá. Slíkt samkomulag verður að sjálfsögðu ekki þvingað fram með neinum hætti (s.s. kænskubrögðum eða ytri þrýstingi) heldur verður það að vera skynsamlega undirbyggt. í athöfnum af þessu tagi eru bomar fram (formlegar) réttmætiskröfur sem eru í grundvallaratriðum 8 íslenskir heimspekingar hafa lftið sem ekkert fjallað um siðfræði Habermas eða heimspeki hans yfirleitt ef undan er skilinn Vilhjálmur Árnason, sem er undir sterkum áhrifum ffá þessari tegund siðfræði og þá sérstaklega kenningu Habermas. Skrif Vilhjálms um samræðusiðfræði hafa jafnan verið liður í umfjöllun um tiltekin úrlausnarefni eða rökstuðningi fyrir grundvallarafstöðu þar sem Habermas er kallaður til vitnis. Það sem hér fer á eftir er aftur á móti aðeins hugsað sem almenn greinargerð fyrir (eða inngangur að) samræðusiðfræði Habermas. 9 Sbr. J. Habermas, „Remarks on the Concept of Communicative Action,“ í G. Seebass og R. Tuomela, ritstj., Social Action (New York: Reidel, 1985), s. 169.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.