Hugur - 01.01.1997, Page 61

Hugur - 01.01.1997, Page 61
HUGUR Samrœðusiðfræði Jiirgens Habermas 59 tækari „einingu skynseminnar.“ Bæði Kant og Habermas telja að svo sé. Siðfræðileg viljahyggja, aftur á móti, stendur fyrir það sjónarmið að siðareglur og dómar séu endanlega háð einstaklingsbundnu vali eða ákvörðun sem ekki verði metin á kvarða skynseminnar. Vissulega er hægt að meta hvort það sem við höfum valið og skiptir okkur máli fari saman án þess að rekast hvað á annars horn, en það sem varðar hvern og einn mestu í lífinu verður ekki gagnrýnt á neinum skyn- samlegum forsendum; slíkt val er aðeins komið undir því hvað okkur sjálfum þóknast og við ákveðum sjálf.29 Habermas reynir að varðveita hið kantíska samband milli skynsemi og siðferðis með því að tengja „ásættanleika" siðareglna við þær réttmætiskröfur sem felast í „stýr- andi“ talgerðum (regulative speech acts), svo notað sé tæknilegt orða- lag. Siðferðileg viðmið eru umdeilanleg engu síður en staðhæfingar um staðreyndir og réttmæti beggja ræðst af því hversu vel hvort tveggja er rökstutt í samræðu.30 í þriðja lagi er samræðusiðfræði „formbundin" (formalistic) sið- fræðikenning. Alhæfingarlögmálið (A), líkt og hið skilyrðislausa skylduboð Kants, þjónar sem aðferð til þess að prófa siðareglur. Það getur ekki af sér neinar efnislegar siðareglur sjálft heldur tilgreinir hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að slíkar reglur geti talist siðferði- lega ásættanlegar. Allt frá því Hegel setti fram gagnrýni sína á sið- fræði Kants hefur reynst erfitt að rökstyðja þann greinarmun sem hér er gerður á formbundnu lögmáli og siðferðilegu inntaki. Gagnrýni Hegels missti þó að vissu leyti marks, eins og Habermas bendir á, því siðalögmáli Kants var aldrei ætlað að geta af sér siðareglur; það var einungis hugsað sem „prófsteinn“ á þær meginreglur um hegðun sem menn hitta fyrir sér. Samræðusiðfræðin gerir með svipuðum hætti ráð fyrir félagslegum heimi siðareglna eða viðmiða en tilgreinir jafnframt að einungis verði skorið úr um réttmæti þeirra í samræðu sem eigi sér 29 Emst Tugendhat, t.d., heldur því fram, eins og raunar flestir nytjahyggjusinnar, að siðferði sé þannig ekkert annað en leit að málamiðlun milli þeirra ólíku kosta sem standa okkur til boða; valkostimir sjálfir séu hins vegar gefnir fyrirfram. Sjá umfjöllun Habermas um Tugendhat í „Discourse Ethics,“ s. 68-76. 30 Sjá J. Habermas, Legitimation Crisis, þýð. T. McCarthy (Boston: Beacon Press, 1975), 3. hluta, 3. kafla, og J. Habermas, „Wahrheitstheorien," í Vorstudien und Ergdnzungen zur Theorie des kommunikativen Handelns (Frankfurt: Suhrkamp, 1984), s. 127-183.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.