Hugur - 01.01.1997, Síða 61
HUGUR
Samrœðusiðfræði Jiirgens Habermas
59
tækari „einingu skynseminnar.“ Bæði Kant og Habermas telja að svo
sé. Siðfræðileg viljahyggja, aftur á móti, stendur fyrir það sjónarmið
að siðareglur og dómar séu endanlega háð einstaklingsbundnu vali
eða ákvörðun sem ekki verði metin á kvarða skynseminnar. Vissulega
er hægt að meta hvort það sem við höfum valið og skiptir okkur máli
fari saman án þess að rekast hvað á annars horn, en það sem varðar
hvern og einn mestu í lífinu verður ekki gagnrýnt á neinum skyn-
samlegum forsendum; slíkt val er aðeins komið undir því hvað okkur
sjálfum þóknast og við ákveðum sjálf.29 Habermas reynir að varðveita
hið kantíska samband milli skynsemi og siðferðis með því að tengja
„ásættanleika" siðareglna við þær réttmætiskröfur sem felast í „stýr-
andi“ talgerðum (regulative speech acts), svo notað sé tæknilegt orða-
lag. Siðferðileg viðmið eru umdeilanleg engu síður en staðhæfingar
um staðreyndir og réttmæti beggja ræðst af því hversu vel hvort
tveggja er rökstutt í samræðu.30
í þriðja lagi er samræðusiðfræði „formbundin" (formalistic) sið-
fræðikenning. Alhæfingarlögmálið (A), líkt og hið skilyrðislausa
skylduboð Kants, þjónar sem aðferð til þess að prófa siðareglur. Það
getur ekki af sér neinar efnislegar siðareglur sjálft heldur tilgreinir
hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að slíkar reglur geti talist siðferði-
lega ásættanlegar. Allt frá því Hegel setti fram gagnrýni sína á sið-
fræði Kants hefur reynst erfitt að rökstyðja þann greinarmun sem hér
er gerður á formbundnu lögmáli og siðferðilegu inntaki. Gagnrýni
Hegels missti þó að vissu leyti marks, eins og Habermas bendir á, því
siðalögmáli Kants var aldrei ætlað að geta af sér siðareglur; það var
einungis hugsað sem „prófsteinn“ á þær meginreglur um hegðun sem
menn hitta fyrir sér. Samræðusiðfræðin gerir með svipuðum hætti ráð
fyrir félagslegum heimi siðareglna eða viðmiða en tilgreinir jafnframt
að einungis verði skorið úr um réttmæti þeirra í samræðu sem eigi sér
29 Emst Tugendhat, t.d., heldur því fram, eins og raunar flestir nytjahyggjusinnar, að
siðferði sé þannig ekkert annað en leit að málamiðlun milli þeirra ólíku kosta sem
standa okkur til boða; valkostimir sjálfir séu hins vegar gefnir fyrirfram. Sjá
umfjöllun Habermas um Tugendhat í „Discourse Ethics,“ s. 68-76.
30 Sjá J. Habermas, Legitimation Crisis, þýð. T. McCarthy (Boston: Beacon Press,
1975), 3. hluta, 3. kafla, og J. Habermas, „Wahrheitstheorien," í Vorstudien und
Ergdnzungen zur Theorie des kommunikativen Handelns (Frankfurt: Suhrkamp,
1984), s. 127-183.