Hugur - 01.01.1997, Page 64

Hugur - 01.01.1997, Page 64
62 Stefán Erlendsson HUGUR reynslunni einni.38 Samræðusiðfræðin reynir að leysa þennan vanda með því að leiða alhæfingarlögmálið (A) af hinum algildu forsendum skynsamlegrar rökræðu. Habermas leggur áherslu á að þetta verkefni sé í senn áskorun og það vandasamasta sem samræðusiðfræðin þarf að glíma við (og að enn vanti talsvert upp á að því sé að fullu lokið). Skoðum nánar hvemig hann fer að. (3) Samkvæmt Robert Alexy tekst hver sem rökræðir í alvöru á hendur ákveðnar skuldbindingar sem Alexy lýsir með eftirfarandi hætti: Hver sem reynir að réttlæta eitthvað viðurkennir eða að minnsta kosti þykist viðurkenna jafnan rétt viðmælenda sinna, að minnsta kosti hvað varðar sjálft réttlætingarferlið, og beitir að sama skapi hvorki valdi sjálf eða sjálfur né reiðir sig á kúgunartæki annarra. Hann eða hún telur sig ennfremur geta fært rök fyrir afstöðu sinni gagnvart hverjum sem er.39 Alexy leiðir síðan af þessu hinar þrjár málnotkunarfræðilegu for- sendur40 eða rökræðureglur sem Habermas styðst við í réttlætingu sinni á alhæfingarlögmálinu (A). Þessum reglum svipar nokkuð til „samræðureglna" og „samvinnulögmáls“ tungumálsheimspekingsins H. P. Grice: „Sjáðu til þess að framlag þitt til samræðna sem þú tekur þátt í . . . sé eins og til er ætlast samkvæmt viðurkenndu markmiði þeirra eða stefnu.“ Reglur Grice fela einkum í sér almenn viðmið um hvað þarf að gera til þess að samræður verði eins árangursríkar og skynsamlegar og kostur er, s.s. vera upplýsandi, láta ósagt það sem maður heldur vera rangt eða skortir sannanir fyrir, segja það sem skiptir máli, vera skýr í framsetningu.41 Reglur Alexys og Habermas, aftur á móti, standa fyrir þau formbundnu skilyrði málnotkunar sem 38 „Morality and Ethical Life,“ s. 203-204. 39 R. Alexy, A Theory ofLegal Argumentation: The Theory ofRational Discourse as Theory of Legal Justification, þýð. R. Adler og N. MacCormick (Oxford: Clarendon, 1989), s. 130. 40 Forsendurnar eru málnotkunarfræðilegar í eðli sínu; þær eru ekki leiddar af viðtekinni merkingu orða í tungumálinu, heldur eru þær hluti af málnotkunar- fræðilegum skilyrðum árangursríkra eða heppilegra (felicitous) samskipta. 41 H. P. Grice, „Logic and Conversation,“ í P. Cole og J. L. Morgan, ritstj., Syntax and Semantics 3: Speech Acts (New York: Academic Press, 1975), s. 41-58, hér s. 45.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.