Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 69
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
67
skuldbindinga rís.56 Hér er því ekki reynt að leiða „siðferðilega skuld-
bindingu" af forsendum skynsamlegrar rökræðu einvörðungu. Það er
ekki fyrr en rökræðureglumar hafa verið settar í samhengi við al-
menna hugmynd um hvað felist í því að réttlæta gerðir sínar fyrir
öðrum - þ.e. hugmyndina um hvað felist í því miðla málum milli
andstæðra hagsmuna í ljósi þeirrar gagnkvæmni sem er undirskilin í
samskiptum sem miða að samkomulagi - að hægt er að leiða grund-
vallarlögmál samræðusiðfræðinnar af þeim. Alhæfingarlögmálið (A)
er því ekki nýtt siðalögmál byggt á forsendum sem ekki eru siðferði-
legar, heldur tilraun til þess að gera grein fyrir þeim mikilvægu sið-
ferðishugmyndum sem eru þegar til staðar og/eða að verki í sam-
skiptum sem miða að gagnkvæmum skilningi eða samkomulagi.
Það má að sjálfsögðu ekki skilja hugmyndina um hvað felist í því
að réttlæta viðmið um hegðun of bókstaflega, þ.e. þannig að hún feli
þegar í sér kröfuna um óhlutdrægni sem er hluti af skilgreiningu
alhæfingarlögmálsins (A), eins og Habermas bendir á.57 Hugmyndin
er fremur sú að við getum aðeins leitt alhæfingarlögmálið (A) af
rökræðureglunum ef við getum gert ráð fyrir að fólk hafi einhverja
hugmynd um hvað felist í því að réttlæta gerðir sínar, þ.e. hafi ein-
hverja tilfinningu fyrir því hvað það merkir að félagslegt viðmið sé
ásættanlegt fyrir aðra.58
56 Sjá „What is Universal Pragmatics?" s. 66; „Morality and Ethicai Life,“ s. 199-
200; „Moral Consciousness," s. 170; og „Justice and Solidarity," s. 46 og áfram.
5? f frumútgáfu Moralbewufitsein und kommunikatives Handeln (Frankfurt:
Suhrkamp, 1983), gerði Habermas sig sekan um tvítekningu í þessu sambandi.
Enska útgáfan, sem hér er stuðst við, byggir á annarri útgáfu verksins þar sem
gerðar hafa verið viðeigandi breytingar. Sjá „Morality and Ethical Life,“ s.
198/212, neðanmálsgrein 7.
58 Habermas hefur hvergi sjálfur útlistað nákvæmlega hvernig hægt er að leiða
alhæfingarlögmálið (A) af hinum tveimur forsendum sem hann tilgreinir, en
athyglisverða tilraun í þá veru er að finna hjá W. Rehg, „Discourse and the Moral
Point of View: Deriving a Dialogical Principle of Universalization,“ í Inquiry, 34
(1991), s. 27-48. Sjá einnig W. Rehg, Insight and Solidarity: A Study in the
Discourse Ethics of Jiirgen Habermas (Berkeley: University of Califomia Press,
1994), 3. kafla. Habermas hefur lýst velþóknun á þessu framlagi Rehgs. Sjá
„Remarks on Discourse Ethics," s. 32/179, neðanmálsgrein 18, og J. Habermas,
Between Facts and Norms: Contributions to a Discourse Theory of Law and
Democracy, þýð. W. Rehg (Cambridge, Mass.: MIT Press, 1996), 3. kafla, s.
109/531, neðanmálsgrein 38.