Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 71
HUGUR
Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas
69
undirstöðuþátta (þ.e. skilnings og hæfni) sem eru sennilega algildir.60
Endurgerðin sem slík, burtséð frá viðfangi hennar, er skeikul í þeim
skilningi að hún er ekki hafin yfir gagnrýni. Hana verður einnig að
staðfesta með ljósmóðuraðferðinni.61 Heimspekileg réttlæting sam-
ræðusiðfræðinnar er þannig ekki endanleg frá bæjardyrum Habermas
séð, heldur heyrir siðfræði þessarar tegundar undir svokölluð „endur-
gerðarvísindi“ (reconstructive science) sem hægt er að staðfesta
óbeint með tilvísun í samhljóða kenningar á öðrum fræðasviðum.
Rannsókn undir merkjum endurgerðarvísinda kallar á samstarf
heimspeki og reynsluvísinda.62 Kenningar reynsluvísinda á tilteknum
rannsóknarsviðum geta stuðst við heimspekilegar endurgerðir á undir-
stöðum skynsamlegrar reynslu, undirstöðum sem eru sennilega al-
gildar. Hagstæðar niðurstöður slíkrar kenningar geta svo aftur staðfest
gildi hinnar heimspekilegu endurgerðar.63 Að mati Habermas leggur
siðferðisþroskakenning Lawrence Kohlberg til mikilvægustu reynslu-
rökin fyrir gildi samræðusiðfræðinnar í þessu tilliti. Reynsluathuganir
Kohlbergs geta staðfest það hvort greining hans á siðferðisþroska,
sem rennir stoðum undir siðfræðikenningar sem Kohlberg telur algild-
ar, komi í raun heim við hinar „sálfræðilegu staðreyndir.“64 f þessum
gagnkvæmu tengslum heimspeki og vísinda fær heimspekin nýtt hlut-
60 Habermas hefur hér í huga málhæfni, vitsmunaþroska, siðferðisþroska/dómgreind
og samskiptahæfni, samkvæmt kenningum Chomskys, Piagets, Kohlbergs og hans
sjálfs.
61 „Discourse Ethics," s. 95-98.
62 Sjá J. Habermas, „Philosophy as a Stand-In and Interpreter," s. 15-16, og J.
Habermas, „Reconstruction and Interpretation in the Social Sciences," s. 39,
hvorttveggja í Moral Consciousness and Communicative Action, og „Moral
Consciousness," s. 116-119. Sjá einnig J. Habermas, „Does Philosophy still have a
Purpose?“ í Philosophical-Political Profiles, þýð. F. G. Lawrence (London:
Heinemann, 1983), s. 1-19.
62 Benhabib, meðal annarra, hefur bent á að þetta sé ekkert annað en hringsönnun. Sjá
S. Benhabib, Critique, Norm, and Utopia. A Study of the Foundations of Critical
Theory (New York: Columbia University Press, 1986), s. 296. Habermas er hins
vegar ósammála því. Sjá nánar athugasemdir hans í „Moral Consciousness," s.
117-119.
64 Enda þótt reynslurök sálfræði geti þannig skorið úr um það hvaða siðfræði-
kenningar eru ásættanlegar og hverjar ekki, fellst Habermas á að „styðjast verði við
annars konar rök“ þegar gera þarf upp á milli siðfræðikenninga sem á annað borð
uppfylla þessi skilyrði, s.s. nytjahyggju, sáttmálakenninga eða samræðusiðfræði.
Sjá „A Reply to my Critics," s. 259-262.