Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 71

Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 71
HUGUR Samrœðusiðfrœði Jiirgens Habermas 69 undirstöðuþátta (þ.e. skilnings og hæfni) sem eru sennilega algildir.60 Endurgerðin sem slík, burtséð frá viðfangi hennar, er skeikul í þeim skilningi að hún er ekki hafin yfir gagnrýni. Hana verður einnig að staðfesta með ljósmóðuraðferðinni.61 Heimspekileg réttlæting sam- ræðusiðfræðinnar er þannig ekki endanleg frá bæjardyrum Habermas séð, heldur heyrir siðfræði þessarar tegundar undir svokölluð „endur- gerðarvísindi“ (reconstructive science) sem hægt er að staðfesta óbeint með tilvísun í samhljóða kenningar á öðrum fræðasviðum. Rannsókn undir merkjum endurgerðarvísinda kallar á samstarf heimspeki og reynsluvísinda.62 Kenningar reynsluvísinda á tilteknum rannsóknarsviðum geta stuðst við heimspekilegar endurgerðir á undir- stöðum skynsamlegrar reynslu, undirstöðum sem eru sennilega al- gildar. Hagstæðar niðurstöður slíkrar kenningar geta svo aftur staðfest gildi hinnar heimspekilegu endurgerðar.63 Að mati Habermas leggur siðferðisþroskakenning Lawrence Kohlberg til mikilvægustu reynslu- rökin fyrir gildi samræðusiðfræðinnar í þessu tilliti. Reynsluathuganir Kohlbergs geta staðfest það hvort greining hans á siðferðisþroska, sem rennir stoðum undir siðfræðikenningar sem Kohlberg telur algild- ar, komi í raun heim við hinar „sálfræðilegu staðreyndir.“64 f þessum gagnkvæmu tengslum heimspeki og vísinda fær heimspekin nýtt hlut- 60 Habermas hefur hér í huga málhæfni, vitsmunaþroska, siðferðisþroska/dómgreind og samskiptahæfni, samkvæmt kenningum Chomskys, Piagets, Kohlbergs og hans sjálfs. 61 „Discourse Ethics," s. 95-98. 62 Sjá J. Habermas, „Philosophy as a Stand-In and Interpreter," s. 15-16, og J. Habermas, „Reconstruction and Interpretation in the Social Sciences," s. 39, hvorttveggja í Moral Consciousness and Communicative Action, og „Moral Consciousness," s. 116-119. Sjá einnig J. Habermas, „Does Philosophy still have a Purpose?“ í Philosophical-Political Profiles, þýð. F. G. Lawrence (London: Heinemann, 1983), s. 1-19. 62 Benhabib, meðal annarra, hefur bent á að þetta sé ekkert annað en hringsönnun. Sjá S. Benhabib, Critique, Norm, and Utopia. A Study of the Foundations of Critical Theory (New York: Columbia University Press, 1986), s. 296. Habermas er hins vegar ósammála því. Sjá nánar athugasemdir hans í „Moral Consciousness," s. 117-119. 64 Enda þótt reynslurök sálfræði geti þannig skorið úr um það hvaða siðfræði- kenningar eru ásættanlegar og hverjar ekki, fellst Habermas á að „styðjast verði við annars konar rök“ þegar gera þarf upp á milli siðfræðikenninga sem á annað borð uppfylla þessi skilyrði, s.s. nytjahyggju, sáttmálakenninga eða samræðusiðfræði. Sjá „A Reply to my Critics," s. 259-262.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.