Hugur - 01.01.1997, Side 80
78
Stefán Erlendsson
HUGUR
góða líf, né heldur þarf hún að taka afstöðu til einstakra siðferðilegra
úrlausnarefna sem varða lífsstíl einstaklinga eða hópa. í þessu tilliti
fylgir Habermas leiðarminni Hegels, eins og fram er komið, og
freistar þess að fara bil beggja milli algildishyggju kantískrar siðfræði
og áherslu Aristótelesar á hið einstaka, þ.e. „hlutstæða" reynslu og
lífsgildi. Habermas tekst þetta að svo miklu leyti sem siðferði hvílir á
samhuglægum skilningi þátttakenda í samræðu. Það gerir honum
kleift að tengja réttlæti við samstöðu og umhyggju fyrir sameigin-
legum gæðum með því að útfæra tiltekna formgerðarþætti hins góða
lífs. Hér er um að ræða þau félagslegu bönd sem mynda „samhuglæg
tengsl milli einstaklinga ásamt kerfí gagnkvæmrar viðurkenningar“ og
eru undirstaða samfélagslegrar velferðar. Þessi félagslegu bönd eru
nauðsynlegt skilyrði þess að allir einstaklingar njóti sömu virðingar
sem persónur. En samræðusiðfræðin leggur ekki aðeins grunn að því
að allir hafi sama rétt til þess að bregðast við siðferðilegum réttmætis-
kröfum heldur gerir jafnframt kröfu til þess að hver og einn „komist út
fyrir“ sjálfhverft sjónarmið sitt og tileinki sér sjónarmið allra annarra.
Samstaða og samúðarskilningur meðal allra þátttakenda eru þannig
innbyggð í hið siðferðilega sjónarhom.96 Þetta felur m.a. í sér að sjálf-
ræðishugtakið er endurskilgreint í formi samhuglægni vegna þess að
„frelsi hvers og eins til persónuþroska er háð því að öllum öðmm sé
einnig tryggt slíkt frelsi."97
Varðandi gagnrýni femínista, hins vegar, þá er Habermas sammála
sumum þeirra um að hin klassíska skipting milli opinbers lífs og
einkalífs sé gagnrýnisverð án þess þó að ástæða sé til að afnema hana
með öllu.98 í samræðusiðfræði verður þessi skipting afstæð, a.m.k. að
96 Sjá „Morality and Ethical Life,“ s. 200 og áfram; „Justice and Solidarity,“ s. 46 og
áfram. Sjá einnig J. Habermas, „Struggles for Recognition in the Democratic
Constitutional State,“ í A. Gutmann, ritstj., Multiculturalism: Examining the
Politics of Recognition (New Jersey: Princeton University Press, 1994), s. 107-148.
97 „Morality and Ethical Life,“ s. 207.
98 Sjá t.d. C. Pateman, „Feminist Critiques of the Public/Private Dichotomy,“ í S.
Benn og G. Gaus, ritstj., The Public and the Private (London: St. Martin’s, 1983),
s. 281-303, og S. Moller Okin, „Gender, the Public and the Private," x D. Held,
ritstj., Political Theory Today (Cambridge: Polity Press, 1991), s. 65-90. Um
gagnrýni á kenningu Habermas í þessu tilliti sjá N. Fraser, „What’s Critical about
Critical Theory? The Case of Habermas and Gender,” í S. Benhabib og D. Comell,
ritstj., Feminism as Critique: On the Politics of Gender (Minneapolis: University
of Minnesota Press, 1987), s. 31-56.