Hugur - 01.01.1997, Page 104
102
Halldór Guðjónsson
HUGUR
sé eins konar gagnrýni opinberrar skynsemi.3 En þótt við þessa sam-
jöfnun komi fram meira samræmi með þeim Rawls og Kant en ég hef
áður orðað þá kemur einnig fram frekari greinarmunur með þeim.
Aðferðum Rawls og niðurstöðum um hina opinberu skynsemi svipar
meira til Grundlegung og að hluta til Metaphysik der Sitten en til
Kritik der praktischen Vernunft. í Grundlegung finnur Kant hið æðsta
siðaboð, ef svo má segja, á vettvangi mannlegra athafna og í reynslu
manna. Hann skoðar nokkur mikilsverð og uppljómandi dæmi sem
sýna siðaboðið að verki og dregur siðaboðið sem aðleiðsluniðurstöðu
af þessum dæmum. Við svo búið gat ekki staðið í heimspekikerfi
Kants. Reynsluhyggja og reynslurök af þessu tagi gátu ekki fullnægt
þeim kröfum sem hann hafði fundið í skynseminni í Kritik der reinen
Vernunft. Kant hlaut að leita sönnunar á hinu formlega æðsta siðaboði
í hinni hreinu skynsemi sjálfri, enda hefur hún að geyma allt það sem
formlegt er. Grundlegung sýnir aðeins hið óskilyrta siðaboð, Kritik
der praktischen Vernunft sannar það. Metaphysik der Sitten er svo
útfærsla siðaboðsins, reglur sem eru rökréttar afleiðsluafleiðingar
siðaboðsins og nokkurra syntetískra forsendna til viðbótar. Vel má
jafna kenningu Rawls og aðferðum til Grundlegung og Metaphysik
der Sitten, nánast þannig að upphafsstaðan samsvari Grundlegung en
hið velskipaða samfélag til Metaphysik der Sitten. Raunverulega
gagnrýni opinberrar skynsemi í anda gagnrýni hagnýtrar skynsemi
Kants vantar enn. Eða hvað? Er ekki Kritik der praktischen Vernunft
og siðaboðskapur hennar að mestu tómur eins og Hegel segir, þótt
hann hefði líklega ekki sagt hið sama um Metaphysik der Sitten eða
Grundlegungl Eða jafnvel um Kritik der praktischen Vernunft hvað
annað áhrærir og meira en hið æðsta siðaboð eitt? Kennsluefni Hegels
í siðfræði frá Numberg sýnir gjörla að hann er ekki aðeins sammála
Kant um einstök siðfræðileg efni heldur sækir hann einnig margt til
Kants. Ef hið æðsta siðaboð er ónýtt sakir tómleika þá er sönnun þess
í Kritik der praktischen Vernunft einnig ónýt til þess brúks sem Kant
vill hafa hana. Ef svo er, er það helst til ráða að hverfa aftur til
reynsluaðferðar Grundlegung til að gefa hinu æðsta siðaboði innihald
um leið og það sjálft mótast eða er mótað. Það er þá að iðka þá þrætu-
bókarlist sem Hegel lýsir aftarlega í inngangi að Réttarheimspeki sinni
3
Hegel yrði greinilega ekki skotaskuld úr því að finna opinberri skynsemi þarvist og
þarverustað í Andanum.