Hugur - 01.01.1997, Síða 112
110
Jóhann Björnsson
HUGUR
héldu því fram að nú færi að renna upp sá tími að menn tækju á ný
og í síauknum mæli að lesa eitt höfuðrit tilvistarspekinnar L’Étre et
le Néant
Árið 1994 helgaði franska tímaritið Magazine litteraire eitt hefti
umfjöllun um þessa heimspekistefnu. Þar kom fram hjá greinarhöf-
undi nokkrum að þetta væri í raun eina stefnan innan heimspekinnar
sem léti sig einhverju varða þau vandamál og þær spumingar sem
æskufólk nútímans stæði frammi fyrir í daglegu lífi.1 2 Og hver eru svo
þessi mál sem fólk stendur frammi fyrir? Það væri hægt að telja hér
upp fjölda umfjöllunarefna en ég held að orð Frakkans Maurice
Merleau-Ponty „Ég sé heiminn og heimurinn er það sem ég sé“ nægi
til þess að lýsa því hvað við er átt.3 Það að ég er staddur í þessum
heimi, að ég skynja umhverfi mitt og allt það sem því tilheyrir, að ég
á mér mína eigin sögu og reynsluheim, að ég þarf að deila lífi mínu
með öðm fólki er næg ástæða þess að búa til um það einhverja heim-
speki. Þetta er því öðru fremur heimspeki einstaklingsins, hins dauð-
lega einstaklings þar sem hann stendur frammi fyrir aðstæðum sínum
og umhverfi og er sífellt í spum um sína eigin tilvist.
Sú grein heimspekinnar sem kallast fyrirbærafræði og á rætur sínar
að rekja til Edmunds Husserl snemma á þessari öld hefur látið tilvist-
arheimspekingunum ýmislegt í té og ber þar helst að nefna aðferða-
fræðina. Fyrirbærafræðin leitast við að gefa sem gleggsta lýsingu á
því sem birtist okkur í skynjun, hvemig ég skynja umhverfi mitt og
annað fólk eða hvemig fyrirbærin birtast í skynjun minni. Skynjun
og reynsla einstaklingsins skiptir því hér verulegu máli.
Að gimast konu er hluti af því sem heimspekingar kalla „vanda-
málið um annað fólk.“ Annað fólk er mér og mörgum öðrum, ef ekki
öllum, mikil ráðgáta og hafa fjölmargir heimspekingar glímt við þetta
efni, þ.e. tilvist annars fólk og mannleg samskipti. Það sem vakti
áhuga minn á þessu efni og rétt er að nefna hér vom skrif tveggja
franskra tilvistarheimspekinga sem báðir em fæddir snemma á þessari
öld og lifðu og hrærðust í mennta- og menningarlífinu í París. Þetta
1 Jean-Paul Sartre, L'Étre et le Néant (Gallimard, 1943).
2 Viðtal við Michel Contat, „Une philosophie pour notre ternps" í Magazine
litteraire, apríl 1994, bls. 25.
3 Maurice Merleau-Ponty, The Visible and the Invisible, þýð. Alphonso Lingis
(Northwestem University Press, 1968), bls. 3.