Hugur - 01.01.1997, Side 117
HUGUR
Að girnast konu
115
til dæmis átt nærveru sína í hugum okkar og ímyndunarafli. í ljósi
þessa geta þeir sem aðhyllast það viðhorf að kynferðisleg ástríða sé
fyrst og fremst líffræðilegt ferli sem miðar að spennulosun og
ánægju, spurt sig að því hvað þeir eru að hugsa þegar þeir losa um
sína kynferðislegu spennu einir með sjálfum sér. Á sér stað eitthvað í
ímyndunaraflinu sem vísar til annarrar manneskju? Það er því ekki rétt
að segja að viðfang kynferðislegrar ástríðu sé spennulosunin og
ánægjan ein og sér, heldur fyrst og fremst önnur manneskja. Hvort
ánægja og spennulosun fylgi í kjölfarið er svo allt annað mál og þá
erum við hætt að ræða gimdina sem slíka og farin að ræða kynferðis-
legar athafnir. En það er kynferðisleg athöfn, s.s. samræði, sem leiðir
til endaloka gimdarinnar.
Ég sagði hér á undan og tók undir með Sartre að í vissum skilningi
gimist ég líkama annarrar manneskju. Það að gimast manneskju er
eitthvað meira en að gimast líkama. Manneskja er ekki bara líkami og
þess vegna gimumst við ekki, undir eðlilegum kringumstæðum, liðið
lík, vegna þess eins að liðið lík er aðeins líkami. Ég gimist líkama
sem hefur sjálf eða vitund. En hvað þýðir að hafa vitund í þessu
samhengi? Önnur manneskja sem er vitandi um sjálfa sig og
umhverfí, getur vitað um gimd mína og áhuga. Gimd mín miðar ekki
aðeins að því að fá höndlað likama annarrar manneskju heldur að fá
þessa manneskju, jafnvel þótt viðkomandi sé mér gjörsamlega fráhverf
og sýnir mér engan áhuga. Gimd mín er því boð um gimd. Með gimd
minni býð ég annarri manneskju að gimast mig. Með þrá minni þrái
ég að einhver þrái mig.
Það er rétt hjá Sartre að ég þrái konu í tilteknum aðstæðum, en
ekki bara einhvem einhversstaðar í heiminum. Það er líka rétt að þrá
mín felur það í sér að ég þrái, að sú, sem ég þrái, þrái mig einnig.
Vandamálið er þá þetta: Hvemig fer ég að því að láta þá sem ég þrái
þrá mig líka? Hvemig fer ég að því að gera sjálfan mig að einhverju
sem vert er að þrá? Hér emm við komin að þeim þætti í mannlegum
samskiptum sem kallast daður. Daður á sér ekki eingöngu stað þegar
um kynferðislega ástríðu er að ræða heldur einnig þegar ástin er
annarsvegar. Ef ég elska aðra manneskju þrái ég það einnig að hún
elski mig. Maður getur ekki elskað endalaust ef ást manns er aldrei
endurgoldin og það sama á við um girndina, ég get ekki girnst
einhverja manneskju endalaust án þess að ég fái einhver jákvæð við-