Hugur - 01.01.1997, Page 121
HUGUR
Að girnast konu
119
hitta í mark og vertu ekki misskilinn. En svo einfalt er þetta nú ekki.
Það er vissulega rétt hjá Merleau-Ponty að við lifum í sameiginlegum
heimi og skiljum hvort annað að mestu leyti, en við lifum einnig
hvert um sig í okkar eigin heimi, ef svo má að orði komast. Það er
takmörkunum háð hversu vel við getum fengið aðra til þess að skilja
okkar persónulega einkaheim og hversu vel við skiljum þennan
persónulega heim annarra með allri sinni persónulegu sögu, upplifun
og reynslu.
V
Ég hafði eftir Sartre hér á undan að það sem maður gimist er önnur
manneskja. Ég gimist manneskju á þann hátt að ég vil að hún verði
mín, ég vil fá langanir mínar uppfylltar með tiltekinni manneskju.
Hér er vísað til ákveðins eignarhalds sem girndin stefnir að. Fyrir
þessa skoðun hefur Sartre mátt sæta gagnrýni, t.d. af heimspek-
ingnum Robert Solomon.
Solomon hefur látið frá sér fara fræg ummæli um skoðanir Sartres
á kynferðismálum: „Ef hugmyndir Sartres um kynferðismál væm
teknar alvarlega væri það nóg til þess að halda okkur frá rúminu í
heilan mánuð.“n Ekki átta ég mig nákvæmlega á hvað Solomon á
við með þessum ummælum annað en það að hann noti þau til að lýsa
þeirri skoðun sinni að lítið sé varið í hugmyndir Sartres, enda em
þetta þannig ummæli að eftir verður tekið.
Solomon skilur viðhorf Sartres á þann hátt að það sé markmið með
kynferðislífinu að ná tökum á öðrum einstaklingi og drottna yfir
honum. Solomon orðar þessa túlkun sína þannig: „Fyrir Sartre er
kynferðisleg ástríða falin í lönguninni til að drottna yfir annarri mann-
eskju, að öðlast viðurkenningu á eigin frelsi á kostnað hins
aðilans."12
Að mati Solomons niðurlægi ég aðra manneskju með gimd minni,
ég þrái að drottna yfir henni og færi hana þar með niður á lægra svið,
svið hlutanna. Önnur manneskja verður þar með að hlut í mínum
augum sem ég get notfært mér í því skyni að svala girnd minni.
11 Robert Solomon, „Sexual Paradigms" í Alan Soble, ritstj., The Philosophy of Sex:
Contemporary Readings (Rowman and Littlefield, 1980), bls. 95.
12 „Sexual Paradigms,“ bls. 95.