Hugur - 01.01.1997, Page 122
120
Jóhann Björnsson
HUGUR
Viðkomandi manneskja sem er viðfang ástríðna minna, verður því að
þræl kynferðislegrar gimdar minnar. Þetta viðhorf Solomons kemur
ekki á óvart og heyrist oft þegar rætt er um kynlíf og kynferðislegar
ástríður. En að túlka viðhorf Sartres á þennan hátt er alrangt. Kyn-
ferðisleg ástríða hjá Sartre hefur það ekki sem markmið að niðurlægja
manneskju sem hefur frjálsan og sjálfstæðan vilja. Solomon virðist
ekki átta sig á því að Sartre gerir skýran greinarmun á kynferðislegri
ástríðu annarsvegar sem felur í sér löngun, og kynferðislegri athöfn
hinsvegar. Það er ekki nema satt og rétt að kynferðisleg athöfn getur
falið í sér og felur oft í sér niðurlægingu á annarri manneskju, þar
sem manneskjan er ekki virt sem slík og þar sem litið er á hana sem
tæki til svölunar á ástríðum eða girndum. Nauðgun er dæmi um slíkt.
Því verður ekki neitað og Sartre hafnar því heldur ekki. Hinsvegar
felur kynferðisleg ástríða, eins og Sartre skilur hana, ekki í sér niður-
lægingu. Hann lítur ekki á annan einstakling sem tæki án frelsis og
vilja. Sartre tekur það skýrt fram (og ég skil ekki hversvegna Solo-
mon hefur ekki áttað sig á því), að með því að gimast aðra manneskju
þá er ég að bjóða annarri manneskju að gimast mig eins og ég hef
þegar útlistað. Með ástríðu minni eða gimd skikka ég ekki aðra mann-
eskju til fylgilags við mig, heldur leitast ég við að fá hana til þess að
girnast mig af fúsum og frjálsum vilja. Ég beiti öllum mínum
persónu- og kyntöfram í því skyni og reyni þar með að höfða til við-
komandi manneskju sem frjálsrar viljavem. Frjálsar viljavemr geta
hvort sem er fallist á gimd mína eða hafnað henni. f því liggur stór
munur á manneskju sem er virt sem slík og á manneskju sem er álitin
tæki.
VI
Þessar hugleiðingar Solomons vekja upp þá spumingu hvort það geti
á einhvem hátt verið rangt að gimast aðra manneskju kynferðislega.
Mín afstaða er sú að það sé ekki rangt í sjálfu sér að vera haldinn
girnd og ástarþrá. Hvernig gætum við elskað aðra manneskju og
fjölgað okkur ef engin væri ástríðan? Auk þess er girndin eða ástríðan
eðlilegur þáttur í lífi sérhverrar heilbrigðrar manneskju og því verður
ekki með góðu móti hafnað. Ef maður neitaði því að kynferðisleg
ástríða væri eðlilegur hluti af okkur sjálfum, myndi maður hafna stór-