Hlín - 01.01.1924, Page 5

Hlín - 01.01.1924, Page 5
Móðurljóð. Jeg hygg jeg öðlist aldrei frægð og ekki þeirra gjafa nægð, sem glitra mest og ginning valda, þó gefist lítt er á skal halda. — Því tilveran er aum og auð, ef andann skortir daglegt brauð. En sjá hvað lykst í lófa minn! — Og leyndan mátt jeg óðar finn, er streymir heitt að hjarta mínu og hrífur það með valdi sínu. Pú litla barnshönd, lof sje þjer! Þú lagðir gull við fætur mjer! Mitt auðgar líf, þess ei jeg dyl, að alla krafta lagði til að líkna’ og hlífa lífi ungu, og ljúflings orð mjer bar á tungu.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.