Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 5
D V Ö L 67 hafa oi'ðið viðskila við eigendur sina. Lg horfði litla stund á hrukkurnar í andliti hans og þykkar, framstæðar varirnar. „Við erum víst nábúar“, sagði ég. „itg var rett áðan að í'Iytja í her- bergið þarna hinumegin við ganginn og bý þar, þangað til skipið, sem ég er á, er íerðbúið. Mér þætti yænt um, ef þér lituð inn til mín óðru hvóru til þess að spjalla við mig“. „Þakka yður kærlega fyrir“, sagði hann alvarlegur. Svo var það búið; hann fékkst ekki til að brjóta upp á neinu umtals- efni. Þegar ég var kominn að dyrunum á herberginu mínu, sá ég, að hann stóð enn við hand- riðið og horfði á eftir mér.... Nokkrum kvöldum seinna kom hann inn til mín. Hann sat ró- legur í stólnum, alveg hreyfing- arlaus. Mér virtist hann jafnvel enn fölari og úttaugaðri en þeg- ar ég sá hann fyrst. Ég tók whisky-flösku upp úr töskunni minni og bauð honum. Hann hristi höfuðið. „Vínið gefur mér ekkert svar“, sagði hann; „það er engin huggun í því“. „Nú-ú, ef til vill ekki“; svar- aði ég, „en það hlýjar svo vel fyrir brjóstinu“. Svo leiddist talið einhvern- veginn að því, sem á daga mína hafði drifið. Ég talaði blátt á- fram við hann, hispurslaust og kunnuglega; hvernig sem á því stóð, þá lagði ég mig fram til þess að vera honum að skapi. Hann ‘hlustaði með eftirtekt og alvörugefni. Þegar saga mín var á enda, tók hann við og fór að segja mér um sína hagi. Hann var af efnuðu fólki kominn, held ég. Að minnsta kosti hafði hann stundað háskólanám og lokið prófi. Ári síðar fór hann heim til sín og kvæntist stúlkunni, sem hann hafði elskað frá því hann var drengur. Svo skall stríðið á og hann vildi fara í herinn. Það skarst í odda milli hjónanna, þegar hann lét skrá sig til her- þjónustu. Hann var kvæntur, átti fyrir konu og tveimur börn- um að sjá; það var ekkert vit af honum að fara til Fi'akklands. Slíkt gátu þeir einir gert, sem engum skyldum höfðu að gegna. En hann fór nú samt. Hann vissi ekki, hversvegna; hann vissi bara, að hann varð að fara. Ef til vill lagði hann trúnað á alla endileysuna í auglýsingunum og æsingaræðunum, sem hvöttu menn til þess að fara í stríðið. (Ég var þá unglingur og var í fjlotanum og ég man vel eftir því öllu.) .... Jæja, hvað um það, Downey fór í herinn og var í stríðinu, án þess að særast; eða réttara sagt, var í stríðinu, án þess að særast líkamlega. En það, sem á daga hans dreif og það, sem hann sá, hafði ákaf- léga djúptæk áhrif á hann. Hann hlýtur að hafa verið mjög næmgeðja og hugsjónaríkur mað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.