Dvöl - 01.03.1937, Page 65

Dvöl - 01.03.1937, Page 65
D V ö L 127 korn, síðan við höfum sézt, gamli vinur!“ Hrukkurnar hurfu af enni As- hursts; maðurinn, sem stóð fyrir framan hann, var bláeygur og andlit hans var allt eitt sólskins- bros — eitt af þeim andlitum, sem segja má um, að skuggi færist aldrei yfir. Og Ashurst svaraði: „Phil Halliday, þú sjálfur?" „Hvað ert þú að gera hér?“ „O, ekki neitt. Bara sýna mig og sjá aðra, og svo að ná mér í aura! Ég dvel hér úti í sveit.“ „Ertu búinn að borða miðdags- mat? Blessaður, komdu og borð- aðu með okkur; ég er hér með systur mínar með mér. Þær eru nýbúnar að liggja í mislingum.“ Ashurst fylgdist með vini sín- um, fyrst upp í móti, svo aftur niður brekku og út úr bænum, en Halliday lét dæluna ganga og rödd hans lýsti hinni sömu bjart- sýni og lífsgleði sem bjó í svip hans. Hann talaði um, að „hér í þessum hallæris-bæ“ væri „ekkert skynsamlegt hægt að taka sér fyrir hendur, nema baða sig og róa“, og þannig leið tíminn, unz þeir komu að dálítilli húsaþyrp- ingu, skammt frá ströndinni, og gengu inn í eitt þeirra, sem var gistihús. „Komdu upp í herbergið mitt og þvoðu þér. Maturinn verður til eftir andartak.“ Ashurst skoðaði sig í spegli. Honum fannst þetta herbergi vera líkara safni en svefnherbergi, þeg- ar hann minntist herbergisins, er hann bjó í á bóndabænum og bar saman í huganum fötin, sem voru hér dreifð um allt, og fábreytta ferðaklæðnaðinn, sem hann hafði gengið í síðasta hálfa mánuðinn. Og hann hugsaði með sér: „Þetta er svo undarlegt — það er svo erfitt að gera sér fulla grein fyr- ir því —“ En hverju — það var honum ekki sjálfum ljóst. Þegar hann kom með Halliday niður í borðstofuna, voru þar fyr- ir þrjár ljóshærðar og bláeygar stúlkur, og bróðir þeirra kynnti þau: „Þetta er Frank Ashurst — systur mínar.“ Tvær þeirra voru kornungar, eitthvað um tíu og ellefu ára. Sú þriðja var ef til vill seytján ára gömul, há og grönn, hvít og rjóð í kinnum og ofurlítið brúnleit af útiveru í sólskini. Augnabrúnirnar voru heldur dekkri en hárið og stefndu aðeins upp á við út frá nefinu. Þær höfðu allar líkan mál- róm og bróðir þeirra, hvellan og þrunginn kátínu; þær stóðu á fæt- ur og tóku fljótt og rösklega í hönd Ashursts, litu sem snöggvast rannsakandi á hann og svo strax af honum aftur og fóru að tala um það, sem þær ætluðu að gera seinna um daginn. Þarna, var sann- arlega gyðjan Díana komin ásamt fylgidísum sínum! Eftir dvölina á bóndabænum var í fyrstu dálítið erfitt að venjast hinu fjörlega og ákafa masi þeirra, málslettunum og hinni óþvinguðu, frjálsmann-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.