Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 63

Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 63
JÖHN GALSWORTHY PLATRÉÐ Þýtt af Þórarni Guðnasyni Frh. VII. Ashurst fór úr lestinni á járn- brautarstöðinni í Torquay og reikaði þar svo stefnulaust um göturnar, því að hann var ókunn- ugur í þessum yndislega bæ, sem álitinn er bera af öllum öðrum enskum baðstöðum. Hann var tíð- ast hirðulítill um klæðaburð sinn og kom því ekki til hugar, að íbú- arnir tækju eftir sér. Hann skálm- aði um í grófgerðum jakka, ryk- ugum stígvélum og með þvældan flókahatt á höfðinu, og tók ekki vitund eftir því, að fólkið starði undrandi á hann. Hann var að leita að útibúi Lundúna-bankans, sem hann skipti við, og þegar hann loksins fann það, fann hann líka fyrstu hindrunina, sem varð á leið hans. Þekkti hann nokkurn í Torquay? Nei. Fyrst málum var þannig háttað, yrði hann að síma til banka síns í London, og að fengnu svari þaðan, væri þeim sönn ánægja að verða við óskum hans. Þessi svali grunsemdargust- ur úr heimi hins kalda veruleika sló fölva á ljómann af hugsýnum hans. En hann sendi símskeytið. Svo að segja beint á móti sím- stöðinni sá hann búðarglugga, fullan af kvenfatnaði, og einkenni- leg tilfinning vaknaði hjá honum, þegar hann fór að skoða í glugg- ann. Það var enginn hægðarleik- ur fyrir hann að velja og kaupa föt á sveitastúlkuna, sem hann elskaði! Hann gekk inn í búðina. Ung stúlka bjóst til að afgreiða hann; hún var bláeyg og ofurlítið vandræðaleg á svipinn. Ashurst starði þegjandi á hana. ,,Já, herra minn?“ ,,Ég ætlaði að fá kjól á ungan kvenmann." Stúlkan brosti. Ashurst hnykl- aði brúnirnar — honum varð nú fyllilega ljóst, hve erindi hans hlaut að láta einkennilega í eyrum annara. Stúlkan flýtti sér að segja: ,,Af hvaða gerð ætti hann að vera — eftir nýjustu tízku?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.