Dvöl - 01.03.1937, Síða 63

Dvöl - 01.03.1937, Síða 63
JÖHN GALSWORTHY PLATRÉÐ Þýtt af Þórarni Guðnasyni Frh. VII. Ashurst fór úr lestinni á járn- brautarstöðinni í Torquay og reikaði þar svo stefnulaust um göturnar, því að hann var ókunn- ugur í þessum yndislega bæ, sem álitinn er bera af öllum öðrum enskum baðstöðum. Hann var tíð- ast hirðulítill um klæðaburð sinn og kom því ekki til hugar, að íbú- arnir tækju eftir sér. Hann skálm- aði um í grófgerðum jakka, ryk- ugum stígvélum og með þvældan flókahatt á höfðinu, og tók ekki vitund eftir því, að fólkið starði undrandi á hann. Hann var að leita að útibúi Lundúna-bankans, sem hann skipti við, og þegar hann loksins fann það, fann hann líka fyrstu hindrunina, sem varð á leið hans. Þekkti hann nokkurn í Torquay? Nei. Fyrst málum var þannig háttað, yrði hann að síma til banka síns í London, og að fengnu svari þaðan, væri þeim sönn ánægja að verða við óskum hans. Þessi svali grunsemdargust- ur úr heimi hins kalda veruleika sló fölva á ljómann af hugsýnum hans. En hann sendi símskeytið. Svo að segja beint á móti sím- stöðinni sá hann búðarglugga, fullan af kvenfatnaði, og einkenni- leg tilfinning vaknaði hjá honum, þegar hann fór að skoða í glugg- ann. Það var enginn hægðarleik- ur fyrir hann að velja og kaupa föt á sveitastúlkuna, sem hann elskaði! Hann gekk inn í búðina. Ung stúlka bjóst til að afgreiða hann; hún var bláeyg og ofurlítið vandræðaleg á svipinn. Ashurst starði þegjandi á hana. ,,Já, herra minn?“ ,,Ég ætlaði að fá kjól á ungan kvenmann." Stúlkan brosti. Ashurst hnykl- aði brúnirnar — honum varð nú fyllilega ljóst, hve erindi hans hlaut að láta einkennilega í eyrum annara. Stúlkan flýtti sér að segja: ,,Af hvaða gerð ætti hann að vera — eftir nýjustu tízku?“

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.