Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 69

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 69
DVOL 131 voru þau ekki búin að ná sér. Þau settust öll við tedrykkju, nema Halliday, sem lagðist fyrir uppi í herbergi sínu. Þau höfðu lokið við nokkrar sneiðar af brauði með sultu, þegar Sabina. tók til máls: ,,Þér eruð sannkallaður heiðurs- maður, svei mér þá!“ Og Freda tók undir: ,,Það má nú segja!“ Ashurst sá, að Stella leit niður; hann stóð á fætur í dálitlu fáti og gekk út að glugganum. Hann heyrði þangað, að Sabina sagði í hálfum hljóðum: ,,Við ættum að sverjast í fóstbræðralag. Hvar er hnífurinn þinn, Freda?“ Og þegar hann gaut augunum til hliðar, sá hann, að þær rispuðu sig allar há- tíðlega til blóðs, kreistu svo út dropa og settu á blaðsnepil. Hann sneri sér við og ætlaði út. „Verið þér nú ekki svona óþekk- ur! Komið þér aftur!“ Hendur hans voru gripnar; litlu stúlkurn- ar tóku hann fastan og leiddu liann að borðinu. Þar var pappírs- blað með einhverju pírumpári, dregnu upp með blóði og nöfnin Stella Halliday, Sabina Halliday, Freda Halliday — líka skrifuð með blóði og stefndu nöfnin öll að uppdrættinum eins og sólarstafir. „Þetta eruð þér“, sagði Sabina. „Og nú verðum við allar að kyssa yður.“ Og Freda át eftir: „Já, auðvitað, það verðum við að gera. Já, já!“ Áður en Ashurst hafði ráðrúm til að forða sér, slettist votur hár- lubbi framan í hann. Honum fannst eins og hann væri bitinn í nefið og vinstri handleggurinn klipinn, og svo leituðu aðrar.var- ir mjúklega að kinn hans. Síðan var honum sleppt, og Freda sagði: „Nú átt þú, Stella.“ Ashurst leit rjóður og vand- ræðalegur yfir borðið á Stellu, sem einnig var rjóð og vandræða- leg. Sabina skríkti af hlátri, en Freda hrópaði: „Áfram nú — annars er ekk- ert gaman að þessu!“ Ashurst fann allt í einu kyn- lega blygðunarkennda ákefð fylla huga sinn; svo sagði hann stilli- lega: „Hættið þið þessu, litlu svínin ykkar!“ Aftur skríkti í Sabinu. „Jæja, þá getur hún kysst á höndina á sér og þér getið borið hana að vörunum. Við skulum lára það nægja.“ Honum til mikillar undrunar, kyssti stúlkan reyndar á höndina á sér og rétti hana svo fram. Hann tók með lotningu í mjúka, granna hönd hennar og lagði hana við vangann. Telpurnar klöppuðu saman lófunum, og Freda sagði: „Jæja þá, nú verðum við að bjarga lífi yðar, hvenær sem á liggur; það er fastákveðið. Get ég fengið aftur í bollann, Stella, en bara ekki eins svívirðilega dauft og var í hinum?“ Svo var meira te drukkið, en Ashurst braut saman blaðið og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.