Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 31

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 31
D V Ö L 93 eru Kvísker og þar býr Björn bóndi með ágætri konu og mörg- um uppkomnum og hálfupp- komnum börnum. Kvísker er eins konar sæluhús á þessari feikna- auðn. Jökullinn er á bak við, hafið framundan og jökulsár til beggja hliðá. Og Björn á Kví- skerjum er eins og verndarandi þeirra, sem um sandinn fara, og hefir verið það um mörg ár. Það er gróðurlítið umhverfis Kvísker, örlítill túnkragi, en ná- lega engar engjar. Björn verður að sækja mikið af heyskap sínum til venzlamanna sinna á Fagur- hólsmýri, en fjarlægðin er svo mikil, að hann getur ekki farið nema eina ferð á dag fram og aftur með heybandið. En landið á Kvískerjum er kjarngott, þó að það sé ekki gróðurmikið, og Björn hefir allmargt sauðfé og marga hesta, ekki sízt vegna fylgdanna yfir sandinn. Frambærinn á Kvískerjum er fremur hrörlegur, lítil stofa og köld að vetrinum. Húsfre.yjan befir búizt við, að okkur þætti einmanalegt í stofunni og bauð okkur i borðstofu. Þar var rúm- gott, hlýtt og bjart. Þar bjuggu hjónin með barnahóp sinn. I smáhillu, sem lítið bar á, sá ég fræðibækur á ensku og þýzku um jarðfræði og grasafræði. — Tveir eldri sonanna áttu þær og lásu. Erlendir jarðfræðingar höfðu dvalið um stund á heim- jlinu og höfÓU drengirnir lært af þeim nokkuð í tungumálum og með þeirra atbeina fengið sér fræðibækur og unnið á eigin hönd. Björn fylgir flestum yfir sand- inn austur yfir Jökulsá, eða yfir jökulinn.Hann ihefir örlitla þókn- un frá vegamálastjórninni fyrir að gæta jökulleiðarinnar. Til þess þarf hann að fylgjast vel með jöklinum allt sumarið, höggva spor fyrir gangandi fólk, gera smábrýr yfir sprungur og iána ferðamönnum mannbrodda. Björn lítur þannig á, að úr því að hann eigi að gæta jökulsins vegna ferðamanna, þá beri hon- um að koma þeim klaklaust yfir, og án endurgjalds. Óteljandi sinnum hefir Björn sótt og flutt ferðamenn austur að ánni eða jöklinum, ýmist á nóttu eða degi og í allskonar veðrum. Hann er fámáll, en hlýr og umhyggju- samur. Hann lítur á ferðamenn- ina líkt og hjúkrunarkona á sjúkrahúsi á sjúklinga þá, sem hún gætir. öryggi og ábyrgðartilfinning Björns á Kvískerjum er bezta trygg- ingin, sem ferðamenn geta fengið á Breiðamerkursandi. Mér fannst, þegar ég hafði kynnzt þessum merkilega manni, að vegamálastjórnin þyrfti að launa honum betur en gert er varð- mannsstarf hans við Jökulsá. Síminn liggur heim að Kví- skerjum. Þar er útvarp og nú er komin þar ein af þessum t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.