Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 54
116 I) V 0 L S N J Ó R Eftir Gustaf af Geijerstam Það var janúardagur, um þrjú- leytið og þegar farið að rökkva og eyjarnar hjúpuðust dökk-grárri þokuslæðu vetrardagsins. Undir gráleitum himninum virtist hvít- greniskógurinn umlykja litla rauð- málaða húsið, er stóð í útjaðri hans, ennþá þéttar en endranær; frá litla húsinu var aflíðandi halli niður að ströndinni. En uppi yfir votri jörðunni og yfir hinum nöktu greinum trjánna tók að blása kald- ur vindur, sem flutti með sér reykinn úr reykháfunum, og gráu reykjarhnoðrarnir, sem svifu ósýnilegir í húmi loftsins, dreifð- ust á greinum trjánna. Bergur gamli stóð á hæðinni fyrir ofan litla bæinn sinn og hjó eldivið. Kræklóttir viðarbútarnir lágu í einkennilegum hrúgum kringum hann, hver ofan á öðrum, og mynduðu hlykkjóttar raðir. — Hann hjó látlaust í heila klukku- stund, seinlega og virtist vera í þungum þönkum. Hann tók sér stutta hvíld öðru hvoru og horfði þá út á sjóinn. — Það er þó einkennilegt! Svo mælti hann, að nokkru leyti við sjálfan sig og að nokkru leyti við himin og jörð. Hann leit enn þá einu sinni út á sæinn, eins og hann vænti þess, að hann skildi orð sín og hugsanir, þar sem dimmar öldurnar hófu sig upp með hvítu löðri á toppunum, svo hrækti hann fram fyrir sig með athyglis- svip og gekk inn í bæinn. — Bráðum kemur snjórinn, sagði hann og settist í hornið hjá arninum, tók að nudda vinstri öxl- ina og lét hana njóta góðs af yln- um frá arninum. — Heldurðu, að hann fari að snjóa? kemur úr einu horni her- bergisins, er hinum brennandi viðarbútum tókst ekki að lýsa upp. Bergur greip járnbút, skar- aði í glæðurnar og bætti á ofur- litlu af nýju spreki. Eldurinn glæddist í svip, en dvínaði svo bráðlega aftur. Daufur bjarmi féll á þann hluta stofunnar, sem röddin kom úr. Á lágum legubekk sat gömul kona, skorpin af elli og erfiði. Hún rótaði í ofurlítilli hrúgu af kartöflum með hnýttum höndunum, sem voru næstum sam- litar gráleitri glætunni frá glugg- anum. Hún tók kartöflurnar, hverja af annari, sleit af þeim frjóangana og kastaði þeim í ryðg- að ílát, er einhverntíma hafði ver- ið vatnsfata. Þegar hún sneri sér að eldinum og horfði rannsakandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.