Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 64

Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 64
126 D V Ö L „Nei, helzt óbrotinn og einfald- ur.“ . „Hvað myndi kvenmaðurinn á að gizka vera hár?“ „Ég veit ekki; svona tveim þumlungum hærri en þér, gæti eg hugsað.“ „Gætuð þér gefið mér mittismál hennar?“ Mittið á Megan! „O! við skulum segja bara líkt og gengur og gerist!“ „Já.“ Þegar hún var farin, stóð hann utan við sig á gólfinu og horfði á sýnishornin í glugganum og allt í einu fannst honum það svo ótrúlegt, að Megan — hún Megan hans — gæti nokkurntíma klæðzt í önnur föt en þau, sem hann hafði alltaf séð hana í — grófgerða ull- arpilsið, gráu treyjuna og snjáðu húfuna. Stúlkan kom nú aftur með nokkra kjóla í fanginu og Ashurst sá, hvernig hún bar þá við sinn granna og tízkuvaxna líkama. — Honum leizt vel á litinn á einum kjólnum, hann var dökk-grár, en honum var ómögulegt að hugsa sér Megan klædda í hann. Stúlk- an fór aftur og kom svo með fleiri kjóla. En nú fannst Ashurst ein- hver deyfð og máttleysi færast yfir sig. Hvernig átti hann að velja? Hún þyrfti líka að fá hatt, og skó, og hanzka; og svo mátti búast við, þegar hann væri búinn að kaupa þetta allt, að það færi henni illa, eins og sparifötin, sem alltaf fara illa á sveitafólkinu! Hví gat hún ekki ferðast eins og hún var? Ó! En það yrði allt of áberandi; og þau, sem ætluðu að strjúka og forðast að vekja á sér athygli! Hann horfði á búðarstúlk- una og hugsaði: „Líklegast heldur hún, að ég sé einhver bófi.“ „Viljið þér gera svo vel að taka þenna gráa frá fyrir mig?“ sagði hann að lokum í örvæntingu sinni. „Ég get ekki ákveðið þetta núna; ég lít aftur inn seinna í dag.“ Stúlkan varp öndinni. „Já, já, alveg sjálfsagt. Þetta er mjög smekklegur kjóll. Ég held, að þér fáið engan, sem þér verðið ánægðari með.“ „Ég býst ekki við því,“ tautaði Ashurst og fór út. Nú, þegar hann var aftur laus við hinn kalda veruleika, dró hann andann djúpt og gaf sig á vald hugsýnanna. Hann sá í anda litlu, tryggu og fallegu stúlkuna, sem ætlaði að gefa honum hönd sína og hjarta; sá í anda sig og hana laumast burt að nóttu til og ganga yfir heiðina í tunglsljósi; hann héldi utan um hana með öðrum handleggnum og bæri nýju fötin hennar, og í dögun kæmu þau í einhvern skóg, langt í burtu, og þá færi hún úr gömlu fötunum og í hin, og svo kæmi morgunlest að fjarlægri járnbrautarstöð og bæri þau áfram á brúðkaupsferð þeirra, þangað til London gleypti þau, og ástardraumarnir fengju að rætast. „Frank Ashurst! Það er tíma-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.