Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 40
102
D V O L
Vissulega undursamlegt, end-
urtók frú Máni og kveikti sér í
Derby-vindlingi.
1 garðinum léku börnin henn-
ar elskulegu — gáfuðu börnin,
sem höfðu átt að verða rík og
hámenntuð — en, ó — Jesús
minn, nú eru þau föðurlaus — og
hver menntar þau þá ■—- æ, þessi
gáfuðu englabörn höfðu misst
svo mikið — en hún gat bætt
þeim missinn.
Já, ihún varð að finna mann,
sem gat gengið þeim í föðurstað
— mann, sem var gáfaður og há-
menntaður — lögfræðingur, pró-
fessor — eða jafnvel læknir.
Já, læknir — andvarpaði hún
— auðvitað gat það alveg eins
orðið læknir, — á vörum frúar-
innar lék beiskjublandið bros,
sem fljótt hvarf fyrir siðferðis-
legum alvörusvip — já, það gat
auðvitað eins vel orðið læknir
— en þau urðu að bíða — eins
og hún — eftir þeim tíma, sem
staða hennar í þjóðfélaginu
krafðist af henni undir slíkum
ástæðum.
Frúin hagræddi sér í stólnum
— bíða, sagði hún í hálfum
ihljóðum, svo leit hún yfir til fá-
tækrahúsanna hinumegin við
götuna; börnin léku sér í sömu
rifnu görmunum, feit og sælleg
að siá — og alþýðukonurnar há-
værar og hásar, brosandi og
striúkándi hárið frá enninu;
sælar voru þær að siá í allsleys-
inu, fáfræðinni og sóðaskapnum,
já, Guð minn, þessar vesalings
— vesalings-aumingja konur —
en sú tilvera!
Neðan strætið kom karlinn
hennar Imbu í Litlu-Skuld kjag-
andi, lotinn, með höfuðið niður
í bringu — svitastorkinn og ó-
rakaður, með ýsukippu í hend-
inni, ja — þvílíkt, ekki varitar nú
það — Imba hleypur flaðrandi
á móti honum, þessum líka — ó,
að hugsa sér að maður skuli
nokkurntíma hafa haft hana
Imbu hjá sér — — uss — —
svei, rekur hann ekki á hana
rembingskoss þarna uppi við hús-
vegginn og hampar framan í
hana ýsukippunni og hún brosir.
þessi blessaður einfeldningur,
brosir, og getur honum fleiri
%örn.
Jesús minn góður, hvílíkt sið-
ferði fyrir auglitinu á menntuðu
íólki.
Frú Máni gekk frá glugganum
með hjartað hryggt og brjóstið
fullt af andstyggð — þau voru
alveg óþolandi, þessi fátæku hús
þarna hinumegin við götuna, —
að hann Sólon sálugi skyldi ekki
geta keypt undan þeim lóðirnar
— ó, ég segi það svo oft, og frúin
hallaði sér útaf á legubekkinn.
Henni hafði runnið í brjóst,
blessaðri frúnni, og nú hrökk
hún upp við að barið var á dyrn-
ar. «
Kom inn.
t dyrunum stóð Súsanna.
Húslæknirinn er frammi,