Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 51
D V 0 L 113 aðir og óvanir knapar látnir ríða þeim. En það má ,,Fákur“ með réttu eiga, að hann hefir, a. m. k. nú upp á síðkastið, hlynnt að þeim skeiðhestum, sem reyndir hafa verið. Sést það bezt á því, að metlaun fyrir skeið hafa verið helmingi hærri en fyrir stökk. Þetta á líka svo að vera, því að eigi skeiðhestur að vera vel þjálfaður, útheimtir það mikinn tíma og aukin útgjöld fyrir eig- andann. Er þá næst að minnast með fám orðum á hraða nokkurra skeiðgarpa, sem reyndir voru á Melakappreiðunum árin 1897— 1909. Fyrst skal þá frægan telja ,,Mósa“ L. Sveinbjörnsen, rann hann 297 metra á 25 sek. ,,Brún- stjarni“ Ásgeirs Þorvaldssonar frá Hjaltabakka rann 273 mtr. á 24 sek. „Bleikur“ M. Step- hensen (yngra), rann 263(4 metr. á 25 sek. og loks rann ,,Rauður“ Ólafs Guðmundssonar frá Lækjarhvammi 226 metr. á 22 sek. Þessir hestar höfðu mestan skeiðhraða af þeim hestum, sem reyndir voru á Melakappreið- unum, og er hann betri en skeið- hraði sá, er nú næst hér á Vell- inum. En rétt er að geta þess, að á Melakappreiðunum voru oft reyndir skeiðhestar, eins lélegir og þeir lökustu, sem reyndir hafa verið á vegum ,,Fáks“, svo að væri meðaltal tekið af þeim, myndi það sízt beti-a en nú hjá „Fák“. Fyrir og um það leyti, sem Melakappreiðarnar stóðu sem hæst, voru hér margir afburða- snjallir vekringar. Stilli ég mig ekki um að nefna nokkra þeirra, og veit ég að ennþá eru margir menn hér, sem muna eftir þeim. Nefni ég þá fyrst „Hvíting" Daníels Bernhöfts; hann var ætt- aður úr Borgarfirði, honum skipa ég í fyrstu röð vekringa. Hann var samt töltlaus, en þó tel ég víst. að hefði Daníel fengið hann yngri, þá hefði hann orðið tölt- ari. Eftir aldamótin átti D. Bern- höft tvo snillinga, báða úr Borg- arfirði, rauðvindóttan frá Hjarð- arholti og grá'an frá Sólheima- tungu. Ég var svo lánssamur að ríða honum part af vetri, þegar Daníel átti hann, og tel ég hann einn með beztu vekringum, sem ég hefi komizt í kynni við, og sama var að segja um annan gang hjá þeim hesti. Um sama leyti og D. B. átti „Hvíting“ átti sá, sem þetta ritar, gráan hest „Borgfirðing“, ættaðan frá Hvít- árósi í Borgarfirði; tel ég að hann hafi gengið næst „Hvít- ing“, hvað vekurð snerti. Eftir aldamótin átti Guðm,- Olsen jarpan hest, einnig úr Borgar- firðinum, hann var flugvakur og ágætur töltari. Eftir andlát Guð- mundar eignaðist Jón Proppé hann. Þá má ekki gleyma „Gull- topp“ Þorgríms Guðmundsens,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.