Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 57

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 57
D V O L 119 í kofa sínum, heyrðu hjónin stund- um inn í bæ sinn, að „kusa þeirra“ baulaði aumkunarlega í einveru sinni, en rokið buldi á kofaskrifl- inu. Þetta var eina hljóðið frá lif- andi veru, sem gömlu hjónin heyrðu, utan þeirra eigin raddir, og þau hættu alltaf því, er þau höfðu fyrir stafni og tóku að leggja hlustirnar við, þegar heyrð- ist til hennar milli rokhviðanna. — Veslings skepnan. Hún öskr- ar alltaf, þegar henni leiðist oghún vill, að ég komi til sín, sagði gamla konan. Og svo vafði hún gamalli skinnjakkadruslu utan um sig, stiklaði út í snjóinn, að fjósinu og inn að básnum til þess að masa við beljuna. Gamla konan sagði henni margar sögur, klóraði henni um bringuna, og gældi við hvítu stjörnuna í krúnu hennar. Og það var eins og skepnan skildi vinar- hug gömlu konunnar, hún sleikti hendur hennar vinalega og kumr- aði eftir henni, þegar hún fór. Stundum, þegar vel stóð á, kom Bergur með kerlu sinni. Og gamal- mennin spígsporuðu kringum kúna tímunum saman og töluðu til henn- ar í gælutón. — Hún er alveg eins og góður kunningi, sagði Bergur. Og þau vildu ekki missa ,,kunningjann“ og ekki mjólkina.------En að eitt- hvað slæmt kynni að henda þau sjálf, datt þeim mjög sjaldan í hug. Bergur var sextíu ára að aldri og konan hans, hún Stína gamla, tíu árum eldri. Þau voru búin að búa saman lengi, og vanagangur lífsins hafði hjá þeim, eins og öðrum, valdið því, að hugsunin um dauðann og fallvelti lífsins hafði alls ekki komizt að. Þessi gamla kona var enn hraust, þrátt fyrir háan aldur. Fjörogléttalundhlaut hún í vöggugjöf og henni fannst lífið ekki svo afleitt, þrátt fyrir allt. En Bergur var þögull að eðlis- fari og oft í þungum þönkum. Því olli meðal annars líkamleg vanlíð- an hans. — Gigtin, sem hann fékk á ferðalögum áður fyrr og við sjósókn, allan árshringinn svo að segja, þegar höfuðskepnur lofts og lagar gengu í skrokk á honum, gerðu limi hans stjarfaveika, svo að hann gat varla hrært legg eða lið. Og þegar þrautirnar urðu lítt þolandi, neyddist hann til að láta bólið geyma sig dögum saman. — Ég hefi nú aldrei legið rúm- föst, nema þegar krakkarnir fæddust í þennan heim, sagði Stína gamla oft. En nú eru þau horfin út í buskann. En það veit ég, að ef ég leggst á annað borð, þá rís ég ekki á fætur aftur. Bergur las mikið um þessar mundir. Með gleraugun á nefinu og Nýja-testamentið milli hnýttra handanna, sat hann út við glugg- ann á daginn, er snjórinn lamdi hann utan, og á kvöldin sat hann við litla steinolíulampann, en kveikurinn í honum var allt of stuttur, það var sparnaðarráðstöf- un; hann las kapítula eftir kapí-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.