Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 33
D V ö L
95
Úr djúpi sálarinnar
Eftir Sig. B. Gröndal
I.
Upp af djúpi sálar hennar
stigu hlýir straumar velþóknun-
ar, sem endurspegluðust í and-
litinu, þar sem'hún sat við glugg-
ann í frúarstofunni og brosti
móti ilmandi blómunum i garð-
inum fyrir framan húsið; hún
hagræddi sér í stólnum og lagði
fæturna á ísaumaðan „púða“,
sem lá á gólfinu.
Yndislegt, andvarpaði frúin og
breikkaði brosið, svo endurtók
hún orðið affur og taldi síðan
upp — lífið, heimilið, maðurinn,
börnin, húsið og ,garðurinn.
Já — yndislegt!
Garðurinn hennar var fegurst-
ur af öllum görðum í nágrenn-
inu, af því að maðurinn hennar
er mikill blómavinur og smekk-
maður og þeim hjónunum kom
alltaf saman um það, hvernig
hlutirnir áttu að vera. Húsið
hennar var íburðarmesta og
vandaðasta húsið í nágrenninu,
af því að maðurinn hennar var
ríkur og hafði á yngri árum
byrjað að lesa verkfræði — og
maðurinn hennar er elskulegast-
ur af öllum mönnum, af því að
hann er ríkur, fagur og góður,
— en ríkur er hann af því að
hann er gáfaður og hámenntað-
ur. Frúin leit um öxl og sendi
fingrakoss til gipsmyndarinnar
af manninum hennar, sem stend-
ur undir einum veggnum í frú-
arstofunni — já, og sto — hélt
hún áfram — börnin hennar
voru fyrirmyndir allra barna, af
því að hún veitti þeim sjálf
uppeldi. Hún þarf ekki annað
en ganga að símanum og hringja
— þá er henni sent allt, sem
hana vanhagar um — og lífið
er dýrðlegt, hélt hún ennfrem-
ur áfram, af því að þau skilja
það — hún og maðurinn hennar,
skilja það sameiginlega og. sitt
í hvoru lagi.
Húslæknirinn sér um heilsu
fjölskyldunnar, með sínum viku-
iegu heimsóknum — já, hús-
læknirinn.
Jón gamli skrokkur sér um
miðstöðina, hreinsun kjallarans,
lóðarinnar og garðsins; stúlkurn-
ar tvær sjá um dagleg verk inn-
anhúss — og eru kallaðar stofu-
stúlkur — barnfóstran sér um
börnin, þjónar þeim — háttar
bau og baðar á hver.iu kvöldi.
Útlærð matreiðslustúlka sér um
tilbúning fæðunnar og hefir eld-
hússtúlku sér til aðstoðar,