Dvöl - 01.03.1937, Side 26

Dvöl - 01.03.1937, Side 26
8fi D V ö L þess að hefjast handa um undir- búning jarðarfararinnar. Allur dagurinn fór í ferðir fram og aftur milli Rasgouliai og Nikitskaia. Undir kvöldið var allt komið í kring, og þá hélt hann heimleiðis fótgangandi, því að ökumaðurinn var farinn heim til sín. Það var tunglsljós þetta kvöld. Líkkistusmiðurinn komst til Nikitskaia-hliðsins, án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Rétt hjá Uppstigningarkirkjunni varð kunningi hans, Yourko, á vegi hans. Hann þekkti líkkistusmið- inn þegar í stað og bauð honum gott kvöld. Það var orðið fram- orðið. Þegar líkkistusmiðurinn kom heim undir húsið sitt, sýnd- ist honum einhver koma að garðshliðinu, opna það og fara inn. ,,Hvað er nú um að vera?“ hugsaði Adrian. „Hver getur nú átt erindi við mig? Getur það verið þjófur, sem ætlar að ræna mig? Eða skyldu stelpufiflin, dætur mínar, vera að draga stráka á eftir sér? Ég er hrædd- ur um. að þetta sé eitthvað grun- samlegt!" Og líkkistusmiðnum flaug í hug að kalla á vin sinn Yourko sér til hiá'lpar. En í sömu svifum kom annar maður að hliðinu og ætlaði inn. en þegar hann sá. að eigandi hússins flýtti sér í áttina til hans. nam hann staðar otr tók ofan bríhyrnda hattinn, sem hann hafði á hðfðinu, Adri- an fannst hann kannast við and- litið, en flýtirinn var svo mikill á honum, að hann gaf sér ekki tíma til að athuga það nánar. „Þér ætlið að finna mig“, sagði 'Adrian og blés upp og niður af mæði. „Gjörið þér svo vel að ganga inn“. „Við skulum sleppa allri kurt- eisi, kæri faðii*“, svaraði hinn í dimmum rörni; „þér farið á und- an og vísið gestum yðar veginn“. Adrian eyddi engum tíma í óþarfa kurteisi. Hliðið var opið; hann gekk upp tröppurnar, og hinn kom á eftir. Adrian fannst hann heyra fótatak og manna- mál inni. „Hver djöfullinn er á seyði!“ hugsaði hann og flýtti sér inn. En sú sjón, er mætti augum hans, olli því, að hann fann til óstyrks í fótunum, eins og þeir ætluðu að bregðast skyldu sinni. Stofan var full af líkum. Tunglið skein inn um gluggann og lýsti upp gul og blá andlit þeirra, innfallnar kinnar, sljó, hálflokuð augu og hrikaleg nef. Adrian fylltist skelfingu, þegar hann sá, að þetta var fólkið, sem hann hafði jarðað, og gesturinn, sem kom inn með honum, var gamli fylkisstjórinn, sem jarð- aður var í miklu rigningunni. Nú söfnuðust allir, bæði karlar og konur. utan um líkkistusmiðinn og hneigðu sig og beygðu, nema einn fátæklingsgarmur, sem fyr- ir stuttu síðan hafði verið jarð-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.