Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 44

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 44
106 D V Ö L urreiti íslenzks þjóðlífs: mennt- andi, friðsæl og göfug heimili. Ég kynntist Knarrarnesshjón- unum ekki fyrri, en þau voru komin á efri ár, en ætíð síðan, þegar ég minnist þeirra, detta mér í hug hin alkunnu vísuorð Steingríms: „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum“. Um leið og Dvöl flytur nokk- ur minningarorð um þessi hjón, eftir tvo þjóðkunna, gamla ná- granna þeirra af Mýrunum, sem eru kunnugir þeim frá barnæsku sinni, óskar hún að þjóðin eignist sem flesta líka þessara hjóna — og að hún kunni að meta þá og varðveita minningu þeirra að verðleikum. V. G. II. „Skallagrímur kom þar að landi, er nes mikið gekk í sæ út, og eið mjótt fyrir ofan nesið, og þáru þar farm af. Það kölluðu þeir Knarrarnes. Síðan kannaði Skallagrímur landið, og var þar mýrlendi mikið og skógar víðir, langt í milli fjalls og fjöru, sel- veiðar gnógar og fiskfang mik- ið“. Svo segir í Egils sögu Skalla- . grímssonar. Lýsingin er skýr og sönn. Knarrarnes hefir breytzt furðu lítið frá því Skallagrímur setti þar bú og þar til Ásgeir og Ragn- heiður bjuggu þar. Þar blasa við hvítir sandar, svört sker og grænar eyjar. Selur kemur úr kafi og horfir undrandi á upp- heiminn eins og hann hafi aldrei séð hann fyr. Æðarkollan morrar móðurlega á lognöldunum með ungahópinn í eftirdragi, en hátt í lofti hlakkar svartbakurinn í ránshug. Hið mjúka sævarhljóð, kvak fuglanng og ilmur eyja- töðunnar rennur saman í eina stemningu. Það er fallegt í Knarrarnesi um stórstraumsflóð i glampandi sólskini. Fyrir mörgum er Knarrarnes, Ragnheiður og Ásgeir óaðskilj- anlegt. Knarrarnes er afskekkt og ferðir þangað erfiðar, en lá þó í þjóðbraut meðan þau bjuggu þar. Ragnheiður í Knarrarnesi. Nafnið hljómar nú líkt eins og titill. Það minnir á fríða og fyr- irmannlega konu, fastlynda, trú- rækna og ágæta húsmóður. Ás- geir í Knarrarnesi er einnig nafn, sem hefir fengið sína merk- ingu. Fríður sýnum, gæflynd- ur, hygginn og sannfróður. Smiður góður á tré og járn, mikill veiðimaður og sjómaður með afbrigðum. Maður, sem leik- ur af jafnmikilli list með ár og orf. hamav og háf, byssu og skut- u 1. — Það er mikil merking. sem safnazt hefir í þessi tvö nöfn á rúmum áttatíu árum og við fimmtíu ára sambúð. Knarrarnesheimilið var eitt af þessum stóru óðalsheimilum, sem skapað hafa og borið upni ís- lenzka menningu frá landnáms- tíð og fram á þessa öld, Þar leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.