Dvöl - 01.03.1937, Side 44

Dvöl - 01.03.1937, Side 44
106 D V Ö L urreiti íslenzks þjóðlífs: mennt- andi, friðsæl og göfug heimili. Ég kynntist Knarrarnesshjón- unum ekki fyrri, en þau voru komin á efri ár, en ætíð síðan, þegar ég minnist þeirra, detta mér í hug hin alkunnu vísuorð Steingríms: „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum“. Um leið og Dvöl flytur nokk- ur minningarorð um þessi hjón, eftir tvo þjóðkunna, gamla ná- granna þeirra af Mýrunum, sem eru kunnugir þeim frá barnæsku sinni, óskar hún að þjóðin eignist sem flesta líka þessara hjóna — og að hún kunni að meta þá og varðveita minningu þeirra að verðleikum. V. G. II. „Skallagrímur kom þar að landi, er nes mikið gekk í sæ út, og eið mjótt fyrir ofan nesið, og þáru þar farm af. Það kölluðu þeir Knarrarnes. Síðan kannaði Skallagrímur landið, og var þar mýrlendi mikið og skógar víðir, langt í milli fjalls og fjöru, sel- veiðar gnógar og fiskfang mik- ið“. Svo segir í Egils sögu Skalla- . grímssonar. Lýsingin er skýr og sönn. Knarrarnes hefir breytzt furðu lítið frá því Skallagrímur setti þar bú og þar til Ásgeir og Ragn- heiður bjuggu þar. Þar blasa við hvítir sandar, svört sker og grænar eyjar. Selur kemur úr kafi og horfir undrandi á upp- heiminn eins og hann hafi aldrei séð hann fyr. Æðarkollan morrar móðurlega á lognöldunum með ungahópinn í eftirdragi, en hátt í lofti hlakkar svartbakurinn í ránshug. Hið mjúka sævarhljóð, kvak fuglanng og ilmur eyja- töðunnar rennur saman í eina stemningu. Það er fallegt í Knarrarnesi um stórstraumsflóð i glampandi sólskini. Fyrir mörgum er Knarrarnes, Ragnheiður og Ásgeir óaðskilj- anlegt. Knarrarnes er afskekkt og ferðir þangað erfiðar, en lá þó í þjóðbraut meðan þau bjuggu þar. Ragnheiður í Knarrarnesi. Nafnið hljómar nú líkt eins og titill. Það minnir á fríða og fyr- irmannlega konu, fastlynda, trú- rækna og ágæta húsmóður. Ás- geir í Knarrarnesi er einnig nafn, sem hefir fengið sína merk- ingu. Fríður sýnum, gæflynd- ur, hygginn og sannfróður. Smiður góður á tré og járn, mikill veiðimaður og sjómaður með afbrigðum. Maður, sem leik- ur af jafnmikilli list með ár og orf. hamav og háf, byssu og skut- u 1. — Það er mikil merking. sem safnazt hefir í þessi tvö nöfn á rúmum áttatíu árum og við fimmtíu ára sambúð. Knarrarnesheimilið var eitt af þessum stóru óðalsheimilum, sem skapað hafa og borið upni ís- lenzka menningu frá landnáms- tíð og fram á þessa öld, Þar leið

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.