Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 58

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 58
12Ö b V ö L tula, en munnurinn hreyfðist hægt eftir falli orðanna og lítilsháttar höfuðbeyging gerð eins og til sam- þykkis því, sem lesið var. Hann las aldrei upphátt, því að henni féll það miður. Og hann forðaðist að ræða sín hjartfólgnustu mál við konu sína, vegna áhugaleysis hennar um þau éfni. Stínu gramd- ist alltaf, þegar Bergur las í bók- inni. Hún hafði enga tilhneigingu í þá átt. Hann sagði, að hana skorti algjörlega „trúna“. En hún svaraði alltaf: — Mín trú er eins góð og þín, og þá var hún heldur gustmikil, gamla konan. En í hjarta sinu var henni hálf-órótt, því að hver vissi nema hann hefði á réttu að standa. En ekki breytti hún framkomu sinni gagnvart þessum málum, þótt í seinni tíð væri hún farin að hætta þrætum við hann, er á deilurnar leið, til þess að espa hann ekki. Hún óttaðist skaplyndi hans, og hún vildi ekki vekja ófrið innan f jögurra veggja. Síðasta bylhrinan stóð í níu daga. Það var með herkjubrögð- um að vatni varð náð úr brunn- inum. Og ekki tók betra við, þeg- ar þurfti að höggva brenni og bera það inn. Þá var ekki síður erfitt að fara í fjósið og gefa kúnni og bera mjólkina úr fjósinu í bæinn. Það þurfti að moka snjóinn frá bæjardyrunum, svo að hurðin félli að stöfum. Vikum saman voru þessi gömlu hjón urðuð þarna. Þeim fannst tíminn líða hraðar, vegna þess að enginn dagamunur var. Þeim hafði aldrei getað dott- ið í hug, að þau snjóaði inni svona lengi, og vonuðu og vonuðu, að bráðum færi að batna. En samt urðu sumar klukkustundirnar svo óendanlega langar, og ógnþrungin þögn hvíldi yfir þessu aldurhnigna fólki, sem bjó einangrað í yfir- fenntum litla bænum sínum. Eitt kvöldið þvarr brennið, án þess þau veittu því eftirtekt. Þau gættu ýtrustu varúðar að láta ekki loga of oft á lampanum. Þau spöruðu olíuna á sama hátt og böm nota uppáhaldsleikföngin sín á helgum og tyllidögum. — En nú varð Bergur að fara út í myrkrið og kuldann og sækja meira brenni. Hann var lengi úti, og Stínu gömlu fór ekki að verða um sel inni í koldimmu herberginu. Henni fannst klukkustund lióinn og hún spurði sjálfa sig undrandi, hvað Bergur væri að gera úti svona lengi. Og hún varð hrædd eins og barn, sem er lokað inni í myrkri. 1 þessu hræðilega ástandi fór hún að umla bænir án afláts, skelfingu lostin af ósýnilegum óvini, er væri á njósnum úti. Hún vildi ekki opna dyrnar og líta út, svo að kuldinn kæmist ekki inn í anddyr- ið. Hún vildi ekki heldur kveikja á lampanum, því að sæi Bergur það, myndi hann reiðast. En ótt- inn yfirgaf hana ekki. Hann æsti ímyndunarafl hennar og loks fór hún að sjá vofur. Þá þótti henni nóg komið, og í angist sinni gekk hún út, lokaði á eftir sér og stóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.