Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 17
D V Ö L 79 nam hann rússnesku. Hún sagSi honum sögur og æfintýri, vakti skyn hans á þjóðlegum fróðleik, og sennilega eiga rússneskar bók- menntir henni meira að þakka en flestum prófessorum, er sinnt 'hafa því máli. „Bezti vinur bernsku minnar og æsku", kall- ar Pusjkin þessa alþýðustúlku síðar í undurfögru kvæði, sem hann helgar minningu hennar. Foreldrar Pusjkins höfðu lítið dálæti á honum, og 12 ára gam- all er hann sendur í lærða skól- ann í Tsarskoje Selo, og stóð sá skóli undir alveg sérstakri vernd Alexanders keisara. HérvarPusj- kin í sex ár og þroskaðist geysi- lega. Skólinn var fullur af bráð- gáfuðum, bókmenntalega áhuga- sömum æskumönnum og hér orti Pusjkin sín fyrstu ljóð. Þá bar það við á skólahátíð, þar sem sjálfur keisarinn var viðstaddur, að 14 ára drengur reis úr sæti sínu og las upp ættjarðarkvæði eftir sjálfan sig. Það var Pusjkin. Það er mælt, að gamalt hirðskáld hafi grátið af hrifningu og spáð honum hinni glæsilegustu fram- tíð. Þaðan í frá sendi hann hin- um stærstu blöðum og timaritum kvæði sín, jafnharðan og hann orkti þau. Hann var þjóðkunnugt skáld, áður en hann útskrifaðist úr skóla 18 ára gamall. 18 ára fær hann svo stöðu í utanríkismálaráðuneytinu. Hann komst persónulega inn í bók- m<?nntaheim St, Pétursborgar, Hann lifir afar-íburðarmiklu lífi, er hvarvetna þar, sem eitthvað er um að vera. Á þeim áfum lærir hann að spila fjárhættuspil, sem var algengur löstur meðal tig- inna manna rússneskra í þá daga, og af þeirri ástríðu leið hann æfilangt. Á þessum árum yrkir Pusjkin undurfögur lýrisk ljóð, en líka háðkvæði, ádeilur og byltingar- sinnaða söngva. Þau kvæði voru ekki prentuð, en gengu í afrit- um frá manni til manns, og lærðu menn þau, svo að þau urðu á allra vörum. Hann varð skáld æskulýðsins, sem dreymdi um fegurri framtíð. Þá yrkir hann óð sinn til frelsisins, eitt allra fegursta kvæði sitt, guðinnblásið hvatningarljóð til hinnar rúss- •''«ku aesku. Kvæðið komst í hendur keis- arans, og varð hann ofsareiður. Það var ekki áhættulaust að nefna frelsið, hvað þá elska það, í Rússlandi á þeim tíma. Keisar- inn hugðist fyrst að reka* Pusikin í útlegð til Síberíu, en fyrir til- stilli voldugra vina var reiði keisarans milduð, svo að Pus.ikin var rekinn í útlegð til Bessara- bíu, sem nú tilheyrir Rúmeníu. Eftir tvö ár var hann fluttur til Odessa og skyldi aðal-landstiór- inn bar gæta hans. öll bréf hans voru opnuð. I einu beirra stóðu eftirfarandi línur: „Þú spyr um hvað ég geri. Ég les biblíuna og heilagur andi úthellir sér yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.