Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 68
130 n v ð l fyrstur í sjóinn og synti undir eins all-langt út, fullviss þess, að nú væri hann að styrkja það álit, sem hann hafði sjálfur skapað sér áð- ur. Þegar hann sneri við, sá hann, að Halliday synti meðfram strönd- inni, en stúlkurnar óðu, dýfðu sér og skvettu hver á aðra. Venjuleg- ast hafði hann megnustu fyrir- litningu á slíku gutli, en nú lét hann sér það í alla staði vel líka, því að það sýndi ennþá betur, að hann var sá eini, sem synti á nokkru dýpi. En þegar hann nálg- aðist þær, kom honum í hug, hvort þær myndu kæra sig nokkuð um hann, ókunna manninn, inn í sinn gáskafulla hóp; hann fann til feimni í nærveru þessarar grann- vöxnu dísar. Þá kallaði Sabina til hans og bað hann að kenna sér sundtökin, og litlu stúlkurnar fengu honum svo mikið að starfa, að hann hafði ekki einu sinni tæki- færi til að aðgæta, livort Stella veitti honum nokkra eftirtekt. En allt í einu heyrði hann, að hún rak upp hræðsluóp. Hún stóð í vatni upp í mitti, hallaði sér ofurlítið fram og benti með grönnum örm- unum í áttina til bróður síns, en sólarbirtan og óttasvipurinn grófu hrukkur í vott andlit hennar. „Sjáið þér hann Phil! Gengur ekki eitthvað að hoiium? Ó, sjáið þér!“ Ashurst sá þegar, að Phil var ekki eins og hann átti að sér. Hann buslaði og brauzt um í vatninu, ef til vill í fimmtíu faðma fjarlægð frá þeim; allt í einu rak hann upp hljóð, teygði handlegg- ina upp í loftið og sökk. Ashurst sá, að stúlkan hallaði sér að hon- um í örvæntingu sinni, og hann hrópaði, um leið og hann kastaði sér til sunds: „Farið þér í land, Stella! Farið þér í land!“ Hann hafði aldrei á æfinni synt eins hratt, enda náði hann í Halliday, þegar hann kom upp í annað sinn. Hann hafði fengið krampa, en það var auðvelt að koma honum til lands, því að hann brauzt ekkert um. Stúlkan tók á móti þeim og þau Ashurst settust sitt hvoru megin við hann í fjörunni og nudduðu hann, en litlu telpurnar horfðu á, skelfdar á svipinn. Von bráðar fór Halliday að brosa. Þetta var hábölvað — sagði hann — alveg hábölvað. Ef Frank vildi styðja hann, þá gæti hann nú hæg- lega komizt þangað, sem fötin þeirra voru. Ashurst bauð honum öxlina og leit um leið framan í Stellu; andlit hennar var vott, kaf- rjótt og társtokkið, en rólegi og einbeitti svipurinn með öllu horf- inn; og hann hugsaði: „Ég kall- aði hana Stellu! Skyldi hún hafa tekið eftir því?“ Meðan þeir voru að klæða sig, sagði Halliday stillilega: „Þú bjargaðir lífi mínu, gamli vinur.“ „Þú varst skrambi hætt kom- inn.“ Þegar þau voru klædd, gengu þau öll upp í gistihúsið, en enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.