Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 56
118 r> v o l sinni fyrr, villtari og hættulegri. Hann bókstaflega hellti niður nýj- um og nýjum fanndyngjum, jafn- aði yfir brautirnar, er fólkið hafði rutt, huldi smábændabýlin þéttri geigvænlegri snjóslæðu; eins og hann vildi vinna bug á allri mót- stöðu, grafa allt lifandi, er taldist til þessara byggðarlaga og ofurselt var hamförum hans og valdi. f skóginum varð snjórinn mann- hæðar djúpur og festist vegna frosthörkunnar. Það brakaði í bæj- arþiljunum eins og þær væru barð- ar utan all-sterklega, og harkið kom róti á hugann; hinar hræðileg- ustu þjóðsögur rifjuðust upp, og út um hálf-snjóþakinn gluggann sást ekkért nema snjósveipir, sem dönsuðu hátt uppi yfir veinandi skógargreinunum. — Ekki lægði ofsa náttúruaflanna. — Langt úti- með ströndinni, þar sem hinir fá- tæku, einmana og einangruðu eyjaskeggjar bjuggu, ríkti dauða- þögn. Þar var allt hljótt, eins og í kirkjugarði, þar sem kraftaverk- ið eitt megnar að vekja hið dauða til lífsins, þegar klukkurnar hringja og grafirnar opnast. Bæ- irnir stóðu eins og stórar, hvítar þústir upp úr öldumynduðum snjó- breiðunum, og það var engu líkara en hafið, sem lá fjötrað undir oki íssins, hefði tekið á sig lögun snjó- breiðanna. Með ægilegum krafti höfðu þær ruðzt að landi, en hin- ar æðandi, hamslausu öldur urðu gripnar heljartökum gaddhörk- unnar, stirnuðu, mótuðust og sam- einuðust snjónum. Þegar sam- göngur hindrast, þverra lífsskil- yrðin, hungrið sverfur að; það er óumflýjanlegt. Bergur gamli hélt oftast nær til í f jósinu og annaðist beljuna. Hann tróð vandlegá í allar glufur, svo að skepnunni yrði ekki kalt. Hann dyttaði að þakinu, þar sem snjór- in rauk inn um rifur. Og hann gaf kúnni fóður, en sparaði það í hið ýtrasta, en þó ekki svo, að mjólk- urdropinn úr „kusu hans“ minnk- aði til muna. — f hvert sinn er Stína mjólkaði kúna, mældu þau mjólkina. Og ef hún reyndist ein- hverntíma minni en næst áður, litu þau hvort á annað, full áhyggju. Ef blessuð skepnan sál- aðist nú og þau væru neydd til að borða aðeins kartöflur og síld og drekka blátt vatn; slíkar hugsan- ir ásóttu þau á hverjum degi og ollu þeim skelfingar, því að ef þau hefðu ekki kúna, væri næstum ó- kleift að draga fram líftóruna; og svo var það dægrastytting og of- urlítil tilbreyting á löngum og leið- inlegum dögum að gefa kúnni, hirða hana og tala við hana. Þau höfðu látið hálm í básinn kring um skepnuna til skjóls, og mosa var troðið í stærstu glompumar á veggjunum, og beljan át hey og hálm allan liðlangan daginn. Þeg- ar gamla konan kom að fjóshurð- inni, fór kýrin að baula og nasa af kalda loftinu og snjónum, sem gaus inn, þegar hurðinni var lokið UPP- Og þegar baula var orðin ein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.