Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 67
D V 0 L
129
að hún var farin að ganga fjögur.
Hann gat ekki náð í peningana í
dag — það yrði búið að loka bank-
anum, áður en hann kæmist þang-
að. Litlu stúlkurnar tóku eftir svip
hans og æptu hvor í kapp við
aðra:
„Húrra! Nú verðið þér líka að
vera hér lengur!“
Ashurst svaraði engu. Aftur sá
hann fyrir sér andlitið á Megan,
þegar hann hvíslaði að henni við
morgunverðarborðið: ,,Eg ætla að
fara til Torquay, ástin mín, og ná í
allt, sem við þurfum; ég kem aftur
í kvöld. Ef gott verður veður, get-
um við farið í nótt. Vertu tilbúin.“
Hann sá aftur fyrir sér, hvernig
hún titraði og hlustaði áköf eftir
orðum hans. Hvað skyldi hún
halda? Svo áttaði hann sig allt í
einu og tók eftir því, að hin stúlk-
an, háa, ljóshærða stúlkan með
Díönu-svipinn, sem stóð á bakk-
anum, horfði einbeitt og rannsak-
andi á hann; hann sá blá, spyrj-
andi augu undir lítið eitt hallandi
brúnum. Ef þau vissu, hvað hann
var að hugsa um — ef þau vissu,
að næstu nótt hafði hann ætlað —!
Nú, þau myndu sjálfsagt láta í
ljós viðbjóð sinn og svo yrði hann
einn eftir í jarðhúsinu. I huga
hans var emkennilegt sambland
reiði, gremju og blygðunar, en
hann stakk úrinu aftur í vasa
sinn og sagði hvatlega:
,,Já, ég get ekki lokið mér af
í dag.“
„Húrra! Nú getið þér komið
með okkur í bað.“
Það var ómögulegt annað en
slaka til fyrir ánægju litlu telpn-
anna og brosinu á vörum Stellu.
„Ágætt, gamli vinur,“ sagði Halli-
day. „Ég skal sjá um gistingu
handa þér í nótt.“ En aftur þyrmdi
yfir Ashurst af þrá og samvizku-
biti og hann sagði daufur í dálk-
inn:
„Ég verð að senda skeyti.“
Þau voru nú orðin leið á tjörn-
inni og fóru heim í gistihúsið. —
Ashurst sendi skeytið og stílaði
það til frú Narracombe: „Get því
miður ekki komið aftur fyr en á
morgun.“ Auðvitað myndi Megan
skilja það, að hann hefði ekki get-
að lokið öllu, sem hann þurfti að
gera; og honum létti um hjarta-
rætur. Þetta var yndislegt kvöld,
hlýtt, sjórinn var blár og sléttur,
og sund var uppáhalds-íþróttin
hans; honum þótti gaman að hafa
unnið traust litlu telpnanna og
hafði ánægju af að horfa á þær,
og Stellu, og sólskinsandlitið á
Halliday. Þetta var ekki alveg
laust við að vera dálítið fjarri
raunveruleikanum, en þó í sjálfu
sér ákaflega eðlilegt — eins og
þetta væri hið síðasta stundar-
afturhvarf til venjulegs lífs, áður
en hann legði út í æfintýrin með
Megan við hlið sér. Hann fékk sér
lánuð baðföt og svo lögðu þau öll
af stað. Halliday og Ashurst af-
klæddu sig bak við klett, systurn-
ar bak við annan. Ashurst fór