Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 21
n V6t 83 Líkkistusmiðurinn Eftir Alexander Pusjkin Síðustu innanstokksmunir lík- kistusmiðsins, Adrian Prokhor- off, voru settir á líkvagninn, og bykkjurnar dröttuðust af stað, fúlar á svipinn. Þetta var í fjórða sinn, sem þær urðu að draga vagninn frá Basmannaia til Nik- itskaia, en þangað var líkkistu- smiðurinn að flytja búferlum. Hann lokaði búðinni, setti aug- lýsingu á hurðina um það, að húsið væri til leigu eða sölu, og hélt svo fótgangandi til hins nýja bústaðar. Þegar gamli lík- kistusmiðurinn nálgaðist litla gula húsið, sem han.n hafði svo lengi ágirnzt og að lokum keypt fyrir álitlega fjárupphæð, þá skildi hann ekkert i því, að hann fann engan fögnuð í hjarta sínu. nafn hans í hel. En það reyndist ómögulegt. Hann hafði orðið rússneskri tungu og ljóðmennt það, sem Jónas Hallgrímsson var íslenzkunni. Og enn þann dag í dag er hann ástmögur rússnesku þjóðarinnar, svo að nú eftir 100 ár, hnípir harmafugl dapur á húsgafli hverjum við endurminninguna um dauða hans. Hann var ekki fyr stiginn yfir þröskuldinn á nýja húsinu en hann rak f\ugun í ringulreiðina á öilu þar inni, og þá óskaði hann andvarpandi, að hann væri kom- inn aftur í gamla hreysið, þar sem hin strangasta reglusemi hafði ríkt í átján ár. Hann tók til að skamma báðar dæturnar og vinnukonuna fyrir seinlæti þeirra og rauk svo sjálfur í að hjálpa þeim. Brátt var allt kom- ið í lag; skrínið með dýrlinga- myndunum, skápurinn með borð- búnaðinum, borðið, legubekkur- inn og rúmið, allt var það .komið á þann stað í bakherberginu, sem því hafði verið ætlaður; en í eld- húsið og stofuna var raðað smíð- isgripum húsbóndans — líkkist- um með öllum litum og af öllum stærðum, ásamt skápum með jarðarfarahöttum, yfirhöfnum og kyndlum. Yfir dyrnar var sett mynd af feitri gyðju, sem hélt á öfugum kýndli og spjaldi með þessari áletrun: „Einlitar og marglitar líkkistur seldar hér; líkkistur einnig leigðar út, og gamlar teknar í viðgerð". Stúlkurnar fóru inn í sVefn- herbergið sitt, en Adrian fór eft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.