Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 24
86 DVÖL Adrian kom sér undir eins í kunningsskap við hann, því að þarna var maður, sem hann fyr eða síðar gat haft eitthvað gott af að þekkja, og þegar gestirnir tóku sér sæti við borðið, settust þeir hvor við annars hlið. Herra Schultz gekk um beina ásamt konu sinni og dóttur, seytján ára gamalli stúlku, sem hét Lotchen. Ölið flóði í stríðum straumum; Yourko át á við fjóra, og Adrian stóð honum í engu að baki, en dæturnar gættu hinnar fyllstu kurteisi. Samræðurnar, sem fóru fram á þýzku, tóku nú að gerast æ háværari. Allt í einu bað hús- bóndinn um hljóð og hrópaði hárri röddu á rússnesku, um leið og hann tók tappann úr innsigl- aðri flösku: ,,Skál minnar elskulegu Lou- isu!“ Kampavínið freyddi. Húsbónd- inn kyssti konu sína ástúðlega á blómlegar kinnarnar og gest- irnir drukku skál ’hinnar elsku- legu Louisu með mikilli háreysti. ,,Skál minna ágætu gesta!“ hrópaði húsbóndinn og tók tapp- ann úr annari flösku; og gest- irnir þökkuðu með því að tæma glösin að nýju. Svo var drukkið hvert minnið á fætur öðru. Skál hvers einstaks gests var drukkin; þeir drukku skál Moskvaborgar og margra þýzkra bæja; þeir drukku skál allra þeirra félaga, sem þeir voru í, bæði í heild og hvers pm sig; þeir drukku skál meistara sinna og yfirboðara. Adrian drakk af miklu f'jöri og var orðinn svo kátur, að hann stakk upp á því, að til gamans yrði drukkin skál hans sjálfs. Allt í einu lyfti einn gestanna, feitur bakari, glasi sínu og hrópaði: ,,Skál þeirra, sem við vinnum fyrir, viðskiptavina okkar!“ Þessari uppástungu var, eins og öllum öðrum, tekið með mikl- um fögnuði og í einu hljóði. Gest- irnir skáluðu hver við annan og heilsuðust; klæðskerinn hneigði sig fyrir skósmiðnum, skósmið- urinn fyrir klæðskeranum, bak- arinn fyrir þeim báðum og þeir fyrir bakaranum og þannig koll af kolli. Þegar þessi leikur stóð sem hæst, sneri Yourko sér að sessunaut sínum og hrópaði: ,,Svona, kæri faðir, heiðraðu nú líkin þín með því að drekka skál þeirra!“ Allir fóru að hlæja, en lík- kistusmiðnum fannst sér gerð ó- virðing og varð ygldur á svipinn. En það tók enginn eftir því, gest- irnir héldu áfram að drekka, og það var komið kvöld, þegar þeir stóðu upp frá borðum. Seint um kvöldið fóru gestirnir burt, flestir í ákaflega góðu skapi. Feiti bakarinn og bók- bindarinn, sem var í framan eins og eldrauður bókarkjölur, tóku Yourko næturvörð á milli sín og leiddp hann heiíTi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.