Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 9
VÖL
71
T\
fengið skiprúm, en honum tókst
að halda í sér lífinu með því að
veraíhinu og öðrusnattiniðrivið
skipakvíarnar. Seinna fékk hann
atvinnu sem afgreiðslumaður í
nýlenduvöruverzlun. Það var um
það leyti, sem hann fór að búa
í skítuga leiguhjallinum hjá frú
Southworth, eitthvað um mánuði
áður en ég kynntist honum.
Hann sagði mér þetta allt á
nokkrum dögum. . . . ,,Hvað er
það, sem þér þráið?“ spurði ég.
,,Að hverju eruð þér að leita?“
,,Égveit það ekki“,sagði hann.
„Ég vildi, að guð gæfi, að ég
vissi það. Ef ég vissi það, þá gæti
ég lagt niður þessa þungu byrði
og hvílt mig“.
Við sátum þegjandi og reykt-
um. Við vorum nú orðnir svo
kunnugir, að við gátum setið
tímunum saman í sama herberg-
inu, án þess að yrða hvor á ann-
an. „Hvar hafið þér lært tré-
skurð?“ spurði ég af tilviljun.
Hann leit á mig. en svaraði ekki
......Frú Southworth sagði mér,
að þér væruð að skera út ein-
hvern trédrumb", hélt ég dræmt
áfram, „og svo sá ég. að þér
fóruð með soæni út frá yður
þarna um kvöldið . . . . “
Varir hans opnuðust og hann
virtist að því kominn að segia
mér eitthvað. en svo snerist hon-
um hugur. ,.Nú fer ég að fara".
Þofirar hann kom út að dvrunum,
sr.eri þann við og kom aftur til
mín: „Þér eruð ekki reiður, er
það?“
„Auðvitað ekki", svaraði ég.
„Hvernig getur yður dottið í
hug, að ég sé reiður“. Þá fór
hann út. „Hann segir mér eitt-
hvað um tréskurðinn seinna, þeg-
ar honum finnst tími til kominn",
hugsaði ég. Og þar átti ég koll-
gátuna, því að vissulega gerði
hann það. Skipið, sem ég var á,
var nú laust úr þurrkvínni, og
átti að láta úr höfn daginn eftir.
Þetta var síðasta nóttin mín í
húsakynnum frú Southworth og
ég var búinn að koma öllu dót-
inu mínu niður í töskuna. Þá
barði Downey að dyrum hjá
mér. Þetta var í janúar og veðr-
ið var kalt. Úti var úða-rigning.
Vindurinn sletti öðru hvoru stór-
um, kuldalegum dropumáglugg-
ann minn, svo að buldi í, eins og
hann væri að feykja skrælnuðu
laufi.
m.
Ég opnaði dyrnar, og Down-
ey kom inn. Ég starði á hann og
undraðist breytinguna, sem orð-
ið hafði á honum. Hann var
hvatur í spori og augu hans
Ijómuðu; og hann virtist hafa
lagt frá sér Iífsleiðann, hungrið
oí? örvæntinguna, eins og menn
leggja frá sér flík, sem er orðin
óhrein og slitin. 1 svip hans var
léttlvndi op: föernuður. sem ég gat
ekki skilið oí? hafði ekkibúiztvið.
Þegar hann kom inn til mín, var