Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 66

Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 66
128 1) V u i. legu framkomu; en brátt var þetta orðið svo eðlilegt, að það, sem hann hafði fyrir stuttu síðan horf- ið frá, varð allt í einu fjarlægt og framandi. Það kom í ljós, að litlu stúlkurnar hétu Sabina og Freda; sú elzta hét Stella. Eftir litla stund kom Sabina að máli við hann: „Heyrið þér, viljið þér koma með okkur niður í fjöru og veiða krabba ? — Það ðr agalega gam- an!“ Ashurst varð hálf-hvumsa við þenna óvænta vináttuvott og sagði lágt: ,,Ég er hræddur um, að ég verði að fara aftur, áður en dagurinn er úti.“ ,,Getið þér ekki slegið því á frest?“ Það var Stella, sem nú hafði lagt orð í belg, og Ashurst sneri sér að henni, hristi höfuðið og brosti. Hún var mjög falleg stúlka! Sabina sagði með hryggð- artón í röddinni: „Þér ættuð nú að gera það!“ Síðan beindist talið að jarðhúsum og sundi. „Getið þér synt langt?“ „Eitthvað um tíu mílur.“ „Ne-ei?“ „Er það?“ „En hvað það er langt!“ Hann sá þrenn blá augu hvíla á sér og las út úr þeim aðdáun og hrifningu. Það var þægileg tilfinn- ing. Svo sagði Halliday: „Heyrðu, þú verður að dvelja 4Þ ofurlítið hérna í bænum og fá þér bað. Þú ættir að vera hérna í nótt.“ „Já, gerið þér það!“ En Ashurst brosti á ný og hristi höfuðið. Svo var farið að spyrja hann út úr um íþróttaaf- rek hans og þá kom í ijós, að hann hafði tekið þátt í kappróðri, þeg- ar hann var í háskólanum, verið í knattspyrnuliði skólans og unnið skólahlaupið; og þegar þau stóðu upp frá borðum, var litið á hann sem hetju. Litlu stúlkurnar sögðu, að hann yrði að koma að sjá jarð- húsið ,,þeirra“. Svo lögðu þær af stað með Ashurst á milli sín og létu dæluna ganga, en Stella og bróðir hennar komu í humátt á eftir. Jarðhúsið var dimmt og rakt, eins og öll jarðhús eru, en það helzta, sem var þar að sjá, var lítil tjörn og í henni gat hugs- azt að væru einhver kvikindi, sem gaman væri að veiða og láta í flösku. Sabina og Freda voru ber- fættar og brúnar á fótunum. Þær eggjuðu Ashurst óspart að koma út í og hjálpa þeim að leita í vatninu. Og brátt var hann líka kominn úr skóm og sokkum. Tím- inn líður fljótt hjá þeim, sem hef- ir opin augu fyrir fegurðinni, þeg- ar litlar, fallegar telpur eru að leika sér í tjörn, en gyðjan Díana stendur á bakkanum og tekur hrifin á móti því, sem veiðist! Ashurst fann aldrei vel á sér, hvað tímanum leið. Honum brá í brún, þegar hann leit á klukkuna og sá,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.