Dvöl - 01.03.1937, Side 22

Dvöl - 01.03.1937, Side 22
84 D,V Ö L irlitsferð um sín herbergi, settist svo við gluggann og fór að hita teketilinn. Þeir, sem lesið hafa rit eftir Shakespeare og Walter Scott, vita, að báðir þessir höfundar lýsa greftrunarmönnum sem gal- gopum og æringjum. cil þess að mótsetningin verki enn sterkar á ímyndun vora. En vegna þeirrar virðingar, sem vér berum fyrir sannleikanum, getum vér ekki fylgt dæmi þeirra, og vér neyð- umst til að játa, að skaplyndi líkkistusmiðsins, sem um getur í þessari sögu, var í fyllsta sam- ræmi við hina dapurlegu atvinnu hans. Adrian Prokhoroff var hversdagslega þungbúinn og hugsandi. Hann opnaði varla munninn, nema til þess að skamma dætur sínar, þegar þær voru iðjulausar og gláptu út um gluggann á þá, sem framhjá fóru, eða þá til þess að heimta okurverð fyrir smíðisgripi sína af þeim, sem voru svo ólánsamir — og stundum svo lánsamir — að þurfa á þeim að halda. Og því var Adrian eins og venjulega nið- ursokkinn í þunglyndis-hugsanir, þar sem hann sat við gluggann og var að drekka sjöunda teboll- ann. Hann hugsaði um miklu rigninguna, sem hafði byrjað fyr- ir viku síðan, um það leyti, sem verið var að jarða gamla fylkis- stjórann. Margar yfirhafnirnar höfðu hlaupið, vegna hinnar miklu úr- komu, og hattarnir alveg misst lagið. Hann sá fyrir óhjákvæmi- ieg útgjöld, af því að allar birgð- ir hans af jarðaríara-klæðnaði voru gamlar og illa á sig komn- ar. Hann vonaði, að sér myndi bætast íyrir tjónið, þegar hún Trukhina gamla yrði jörðuð, en hún var kaupmannskona, sem búin var að berjast við dauðann í meira en ár. En Trukhina lá fyrir dauðanum í Rasgouliai, og Prokhoroff óttaðist, að erfingj- arnir myndu ganga á bak orða sinna og ekki senda eftir honum svona langa leið,. heldur snúa sér beint til næsta líkkistusmiðs. Allt í einu hrökk hann upp frá þessum hugsunum við það, að þrjú högg voru drepin á dyrnar. „Hver er þar?“ spurði lík- kistusmiðurinn. Dyrnar opnuðust, og inn kom maður, sem greinilega bar það með sér, að hann var þýzkur handiðnarmaður. Hann gekk glaðlegur á svipinn í áttina til líkkistusmiðsins. „Afsakið, heiðraði nágranni“, sagði :hann á1 þessari rússnesku mállýzku, sem vér enn þann dag í dag getum ekki stillt oss um að brosa að; „afsakið, að ég ónáða yður. . . . mig langar til að kynn- ast yður sem allra fyrst. Ég er skósmiður, nafn mitt er Gottlieb Schultz, og ég bý hinumegin við götuna, í litla húsinu hérna beint á móti. Á morgun er silfurbrúð- kaupsdagurinn minn, og ég er

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.