Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 23
D V O T, 85 kominn til þess að bjóða yður og- dætrum yðar að borða með okk- ur miðdegisverð“. Þessu boði var tekið með fögn- uði. Líkkistusmiðurinn bauð skó- smiðnum að fá sér sæti og drekka tebolla, og með því að Gottlieb Schultz var mjög ræðinn og vingjarnlegur að eðlisfari, þá hófust brátt hinar alúðlegustu samræður milli þeirra. „Hvernig gengur atvinnan hjá yður?“ spurði Adrian. „O-jæja, svona og svona“, svaraði Schultz; „ég sé ekki á- stæðu til að kvarta. Það er nú öðruvísi ástatt með vörurnar mín- ar en yðar; hinir lifandi geta komizt af skólausir, en þeir dauðu verða að fá líkkistur, hvað sem tautar". „Satt er það“, sagði Adrian; „en ef lifandi maður-hcfir ekkert til þess að kaupa skó fyrir, þá er ekkert við hann að gera, hann gengur bara berfættur; en dauð- ur betlari fær sína líkkistu fyrir ekki neitt“. Þessu líkt var samtalið milli þeirra góða stund; að lokum stóð skósmiðurinn upp og endurnýj- aði heimboðið, um leið og hann kvaddi líkkistusmiðinn. Daginn eftir, á mínútunni klukkan tólf, komu þau líkkistu- smiðurinn og dætur hans út úr dyrum hins nýja bústaðar og héldu svo áleiðis til nágrannans. Ég ætla ekki að eyða tíma í að lýsa kyrtlinum, sem Adrian Prokhoroff var í eða klæðnaði þeirra Akoulinu og Dariu, og vík ég þar frá þeirri venju, sem nú- tima skáldsagnahöfundar hafa tamið sér að fylgja. En ég held, að það væri vert að geta þess, að þær voru báðar í gulu möttlunum og rauðu skónum, sern þær not- uðu einungis við hátíðleg tæki- færi. Litla skósmiðsibúðin var full af gestum, sem flestir voru þýzk- ir handiðnamenn, konur þeirra og nánustu ættingjar. Eini rússneski embættismaðurinn var Finninn Yourko. Hann var næt- urvörður og þótt hann væri held- ur lágt settur meðal embættis- manna ríkisins, lét húsbóndinn sér alveg sérstaklega annt um hann. 1 tuttugu og fimm ár hafði hann af mestu samvizkusemi gegnt næturvarðarstarfi í Pogór- elsky. Þegar hin forna höfuðborg eyðilagðist í brunanum 1812, þá eyðilagðist einnig litla gula húsið hans. En óðar og búið var að hrekja óvinina burt, reis annað nýtt á rústum hins gamla, grátt að lit, með hvítum súlum af forn- grískri gerð, og Yourko fór aft- ur að ganga fram og aftur á verðinum, klæddur í gráa varð- mannafrakkann sinn og með öx- ina í hendinni. Flestir Þjóðverj- anna, sem bjuggu nálægt Nikits- kaia-hliðinu, þekktu hann, og sumir þeirra höfðu jafnvel dvalið í húsi hans nóttina milli sunnu- dags og mánudags,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.