Dvöl - 01.03.1937, Síða 10

Dvöl - 01.03.1937, Síða 10
bak hans beint og það var roði í hrukkóttu, horuðu andlitinu. Hann var á sífelldu stjái og þurfti að snerta á öllum sköpuð- um hlutum og allt virtist vekja undrun hans og aðdáun. Fötin hans voru rennvot og ég sá regn- dropana sitja á holdgrönnum hálsi hans og brjósti, en hann virtist ekki hafa minnstu hug- mynd um kuldann, eins og nægur ylur kæmi að innan. Svo settist hann í stólinn minn og hló hjart- anlega, ánægjuhlátri hins ham- ingjusama manns — það var meiri sálarró í þessum hlátri en nokkru öðru hljóði, sem ég hefi heyrt koma úr mannsbarka — og fór að tala hægt og gætilega og reyndi að finna nógu einföld orð til þess að lýsa hamingju sinni. Hann lyfti 'höndunum og lagði visna fingurgómana hvern að öðrum.... „Nú er ég búinn að finna það, sem ég hefi verið að leita að!“ sagði hann. ,,Ég hefi lagt niður hina þungu byrði!....“ Fyrst í stað talaði hann í sund- urlausum setningum, en bráðlega tókst mér að fylgja þræðinum í sögu hans.... Þegar hann vann sem afgreiðslumaður í nýlendu- vöruverzluninni, áðuren égkynnt- ist honum, hirti hann einu sinni trédrumb, sem varð á vegi hans. Hann var á gangi niðri í fjöru i sunnudagskvöldi og þá sá hann Inimbinn liggja á sandinum, rétt í flæðarmálinu. Drumburinn var gul-brúnn á litinn og ólíkur öll- um öðrum viði, sem hann hafði séð. Hann hafði auðsjáanlega vaxið í einhverju fjarlægu landi og verið kastað fyrir borð á skipi af einhverjum sjómanni. Þegar Downey tók drumbinn upp í hendurnar og skoðaði hann í krók og kring, þá sá hann, að það voru óvenju-greinilegar rák- ir í viðnum og við nánari athug- un fannst honum hann getá greint andlitsmynd í snúnu og ósléttu yfirborðinu. Þegar hann tók eftir þessu, settist hann nið- ur og fór að krota í tréð með vasahnífnum sínum til þess að skýra myndina. Hann sat flötum beinum í ó- hreinum sandinum og hafði drumbinn milli fótanna, meðan hann skar. Fyrir framan hann var fjörðurinn og dálítil fiara með rekaspýtum hér og þar, blikkdósum og ávaxtaberki, en all-langt að baki hans var verið að ferma gufuskip, sem átti að fara um kvöldið. Hið háttbundna ganghljóð vélarinnar, sem dró vagnana fram og aftur, barst dauft og ógreinilega að eyrum hans og óskýrðist meir og meir, þar til hann að lokum gleymdi, hvaða hlióð þetta var, og fannst það vera brimniður í fjarska. Svo þegar hann hélt áfram að vinna, hvarf óhreina, sendna ströndin líka sjónum hans, en annað og

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.