Dvöl - 01.03.1937, Side 70
132
D V O L
stakk því í vasann. Talið snerist
að mislingum, appelsínum, skóla-
leyfum og öðru slíku. Ashurst
hlustaði, en lagði ekki til málanna.
Við og við litu þau Stella vingjarn-
lega hvort til annars, og nú var
andlit hennar aftur búið að ná
sínum fyrri eðlilega litblæ. Það var
• hressandi að komast í svona ná-
inn kunningsskap við þessi glað-
lyndu systkini, yndislegt að vera
samvistum við þau. Og að lokinni
tedrykkju, þegar litlu telpurnar
voru farnar niður í fjöru, til þess
að leika sér að þara, sat hann út
við gluggann og talaði við Stellu
og skoðaði vatnslitamyndirnar
hennar. Þetta var allt eins og
fagur draumur; staður og stund
gleymdust, raunveruleikinn vék úr
sæti. Á morgun færi hann aftur
til Megan og skildi þetta allt eftir,
nema blaðið í vasa hans, sem þessi
börn höfðu skrifað á með blóði
sínu. Börn! Stella var nú í raun-
inni ekkert barn — jafngömul og
Megan! Málrómur hennar — hrað-
ur, dálítið snöggur og blandinn
feimni, en þó vingjarnlegur —
virtist njóta sín betur vegna þess,
að hann tók ekki fram í fyrir
henni. Það var eitthvað svo svalt
og tært andrúmsloft umhverfis
hana — einhver kvenlegur hrein-
leiki.
Halliday hafði drukkið svo mik-
inn sjó, að hann kom ekki niður
til kvöldverðar. Þegar þau voru
setzt að borðinu, sagði Sabina:
,,Nú ætla ég a} kalla yður
Frank.“
„Frank, Frank, Franky," át
Freda eftir henni.
Ashurst brosti ofurlítið og
hneigði sig.
,,í hvert skipti, sem Stella kall-
ar yður hr. Ashurr.t, þá verður
hún að borga sekt. Það er svei
mér spaugilegt.“
Ashurst leit á Sællu og sá, að
roði færðist í and it hennar. Sa-
bina skríkti; Fredr, hrópaði:
„Hún roðnar — roðnar! — Hí!“
Ashurst rétti út 1 láðar hendurn-
ar og greip sinn glókollinn í hvora.
„Hlustið þið nú sagði hann,
„báðar tvær! Látið þið Stellu í
friði, annars bind óg ykkur sam-
an!“
Freda hreytti út úr sér:
„Oj-bara. Þér oruð reglulegt
svín!“
Sabina tautaði lágt og varfærn-
islega:
„Sko til, þér kallið hana
Stellu!“
„Því ekki það? Það er fallegt
nafn.“
„Allt í lagi. Við gefum yður
leyfi til þess.“
Ashurst sleppti hári þeirra.
Stella! Hvað skyldi hún kalla
hann eftir þetta? En hún kallaði
hann ekkert; þangr.ð til um háttu-
mál, þegar hann sagði af ásettu
ráði:
„Góða nótt, Stelia!“
„Góða nótt, hr.— Góða nótt,